Litli sæti króginn er orðinn tíu ára og heljarinnar mikið batterí Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júlí 2013 11:00 Elfar Logi segist eiginlega ekki hafa valið einleiksformið meðvitað, það hafi frekar valið hann. Fréttablaðið/GVA Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin á Suðureyri dagana 8.-11. ágúst. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún orðin elsta leiklistarhátíð á landinu. Upphafsmaður hennar er Elfar Logi Hannesson leikari. „Þetta gerðist allt mjög hratt, eins og gerist oft hér fyrir vestan,“ segir Elfar Logi Hannesson spurður hvað hafi orðið til þess að hann fór af stað með Act alone-hátíðina fyrir tíu árum. „Oft eru þetta reyndar einhverjar galnar hugmyndir sem ekki komast í framkvæmd, en þessi varð að veruleika, sem betur fer, og er nú orðin elsta leiklistarhátíð landsins og sú stærsta utan höfuðborgarinnar.“ Elfar Logi segir hátíðina til að byrja með hafa verið „lítinn sætan króga“, þrjár sýningar og einn fyrirlestur, en hún hafi heldur betur vaxið úr grasi og í ár verði um tuttugu viðburðir á Act Alone. „Eins og gerist með margar góðar hugmyndir þá varð þessi stjórnlaus og hélt sína leið, ég þurfti bara að elta.“ Svo umfangsmikil er Act alone-hátíðin orðin að í vor var í fyrsta sinn stofnuð stjórn til að sjá um framkvæmd hennar. Í henni sitja engir aukvisar; Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir og Sigurður Pétursson og meðstjórnendur eru þau Ilmur Kristjánsdóttir og Elías Guðmundsson. „Þetta er orðið heljarinnar batterí,“ segir Elfar Logi. „En við höfum samt náð að halda upphaflegu hugmyndinni til streitu. Hún var einfaldlega sú að kynna einleiksformið og bjóða upp á rjómann af einleiksárinu hverju sinni, sem og nýjar, ferskar, tilraunakenndar sýningar.“Bjarni Haukur Þórsson - How to become Icelandic in 60 minutes. Víkingur Kristjánsson - Kistuberi. Álfrún Helga Örnólfsdóttir - Kameljón. Mugison - Heldur tónleika. Helga Arnalds - Skrímslið litla systir mín.Þú hefur sjálfur verið einna ötulastur á landinu við sýningu einleikja, hvað er það við þetta form sem heillar þig svona mikið? „Það er góð spurning. Yfirleitt ræður maður ekki miklu í lífi sínu sem leikari og listamaður og þó mann dreymi kannski stundum um stóra sigra á stórum leiksviðum þá hefur þetta form bara heltekið mig alveg frá því ég byrjaði að fást við það árið 2001. Þannig að formið hefur eiginlega valið mig frekar en öfugt. Þetta er líka rosaleg áskorun og ég held að í þessu formi sjáist það fljótar en í mörgum öðrum hvort hlutirnir ganga upp eða ekki.“ Hátíðin í ár fer fram á Suðureyri, verður þorpið ekki algjörlega undirlagt þessa daga? „Jú, það má segja það. Við höfum hingað til verið á Ísafirði en í fyrra komu til okkar miklir hugsjónamenn í ferðamennskunni og atvinnulífinu á Suðureyri sem sáu sér hag í því að fá Act alone yfir til sín. Svona hátíð fylgir nefnilega fleira en einstök skemmtun. Þetta hefur töluverð áhrif á efnahagskerfið, hvað þá í svona litlu þorpi. Þannig að okkur fannst bara fallegt að færa okkur þarna yfir, enda tilheyrir Suðureyri Ísafjarðarbæ svo við erum ekki að taka hátíðina úr bænum.“ Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og Elfar Logi segir það eitt af því sem sett var í stefnuskrá strax í upphafi. „Það hefur alltaf verið frítt inn og mun alltaf verða. Það er óumbreytanlegt.“ Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin á Suðureyri dagana 8.-11. ágúst. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún orðin elsta leiklistarhátíð á landinu. Upphafsmaður hennar er Elfar Logi Hannesson leikari. „Þetta gerðist allt mjög hratt, eins og gerist oft hér fyrir vestan,“ segir Elfar Logi Hannesson spurður hvað hafi orðið til þess að hann fór af stað með Act alone-hátíðina fyrir tíu árum. „Oft eru þetta reyndar einhverjar galnar hugmyndir sem ekki komast í framkvæmd, en þessi varð að veruleika, sem betur fer, og er nú orðin elsta leiklistarhátíð landsins og sú stærsta utan höfuðborgarinnar.“ Elfar Logi segir hátíðina til að byrja með hafa verið „lítinn sætan króga“, þrjár sýningar og einn fyrirlestur, en hún hafi heldur betur vaxið úr grasi og í ár verði um tuttugu viðburðir á Act Alone. „Eins og gerist með margar góðar hugmyndir þá varð þessi stjórnlaus og hélt sína leið, ég þurfti bara að elta.“ Svo umfangsmikil er Act alone-hátíðin orðin að í vor var í fyrsta sinn stofnuð stjórn til að sjá um framkvæmd hennar. Í henni sitja engir aukvisar; Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir og Sigurður Pétursson og meðstjórnendur eru þau Ilmur Kristjánsdóttir og Elías Guðmundsson. „Þetta er orðið heljarinnar batterí,“ segir Elfar Logi. „En við höfum samt náð að halda upphaflegu hugmyndinni til streitu. Hún var einfaldlega sú að kynna einleiksformið og bjóða upp á rjómann af einleiksárinu hverju sinni, sem og nýjar, ferskar, tilraunakenndar sýningar.“Bjarni Haukur Þórsson - How to become Icelandic in 60 minutes. Víkingur Kristjánsson - Kistuberi. Álfrún Helga Örnólfsdóttir - Kameljón. Mugison - Heldur tónleika. Helga Arnalds - Skrímslið litla systir mín.Þú hefur sjálfur verið einna ötulastur á landinu við sýningu einleikja, hvað er það við þetta form sem heillar þig svona mikið? „Það er góð spurning. Yfirleitt ræður maður ekki miklu í lífi sínu sem leikari og listamaður og þó mann dreymi kannski stundum um stóra sigra á stórum leiksviðum þá hefur þetta form bara heltekið mig alveg frá því ég byrjaði að fást við það árið 2001. Þannig að formið hefur eiginlega valið mig frekar en öfugt. Þetta er líka rosaleg áskorun og ég held að í þessu formi sjáist það fljótar en í mörgum öðrum hvort hlutirnir ganga upp eða ekki.“ Hátíðin í ár fer fram á Suðureyri, verður þorpið ekki algjörlega undirlagt þessa daga? „Jú, það má segja það. Við höfum hingað til verið á Ísafirði en í fyrra komu til okkar miklir hugsjónamenn í ferðamennskunni og atvinnulífinu á Suðureyri sem sáu sér hag í því að fá Act alone yfir til sín. Svona hátíð fylgir nefnilega fleira en einstök skemmtun. Þetta hefur töluverð áhrif á efnahagskerfið, hvað þá í svona litlu þorpi. Þannig að okkur fannst bara fallegt að færa okkur þarna yfir, enda tilheyrir Suðureyri Ísafjarðarbæ svo við erum ekki að taka hátíðina úr bænum.“ Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og Elfar Logi segir það eitt af því sem sett var í stefnuskrá strax í upphafi. „Það hefur alltaf verið frítt inn og mun alltaf verða. Það er óumbreytanlegt.“
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira