Yrðlingurinn Funi stelur athygli frá Þríhnúkagíg Sara McMahon skrifar 20. júlí 2013 07:00 Yrðlingurinn Funi vekur mikla athygli viðskiptavina Þríhnúka. „Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi. Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi.
Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið