Úthlutar ferðastyrkjum til tónlistarfólks í hverjum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 11:00 Sigtryggur Baldursson segir nýtt met hafa verið slegið í tónleikahaldi Íslendinga erlendis í mars með tvö hundruð og tvennum tónleikum. Fréttablaðið/Arnþór „Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira