Hvers virði eru launin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 06:00 Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Svarið vita þau jafn vel og ég. Eftir fimm ára háskólanám á sviði verkfræði og þrjú ár í starfi á ljómandi fínum verkfræðistofum hér heima og vestanhafs langaði mig að prófa eitthvað annað. Reyndar ekki bara eitthvað annað. Mig langaði að vinna við eitthvað sem ég hefði raunverulegan áhuga á. Frá því ég man eftir mér voru íþróttafréttir, hvort sem var á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi, það eina sem hélt athygli minni þegar kom að fréttum. Og gott betur. Þeim mátti ekki missa af. Ég var því nokkuð viss um að mér myndi líða vel í starfi þess sem fréttirnar flytur. Launin eru vissulega lægri en eins og hjá vonandi flestum, sem byggja þetta land, duga þau fyrir því sem skiptir máli. „Þú verður aldrei ríkur,“ sagði einn við mig, sem er kórrétt. Landsliðskonur Íslands í knattspyrnu, sem spila sem atvinnumenn erlendis, verða ekki ríkar af því. Þær eiga í sig og á, vinna við garðyrkju eða stunda fjarnám meðfram aðalvinnunni. Vinnan finnst þeim nógu skemmtileg til að leggja drauminn um einbýlishús á Arnarnesinu á hilluna. Í átta klukkustundir á dag, sem verða oftar en ekki að níu eða tíu, ýmist á daginn eða kvöldin og reglulega um helgar, hef ég gaman af því sem ég er að gera. Ég er hættur að bíða eftir föstudögunum og mæti spenntur í vinnuna þar sem hver dagur er skemmtilegri en sá á undan. Allt í lagi, kannski ekki alveg, en í það minnsta ólíkur þeim á undan. 56.400 klukkustundir, átta klukkustunda vinnudagur í 47 vikur yfir þrjátíu ár, er langur tími. Það er kannski ekki svo óskiljanlegt að maður vilji verja slíkum tíma við að að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Reyndar er ég aðeins búinn með um 2.000 klukkustundir eða um þrjú prósent af áður áætluðum heildartíma en enn sem komið er ég ánægður. Aðrir mega vera ríkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Svarið vita þau jafn vel og ég. Eftir fimm ára háskólanám á sviði verkfræði og þrjú ár í starfi á ljómandi fínum verkfræðistofum hér heima og vestanhafs langaði mig að prófa eitthvað annað. Reyndar ekki bara eitthvað annað. Mig langaði að vinna við eitthvað sem ég hefði raunverulegan áhuga á. Frá því ég man eftir mér voru íþróttafréttir, hvort sem var á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi, það eina sem hélt athygli minni þegar kom að fréttum. Og gott betur. Þeim mátti ekki missa af. Ég var því nokkuð viss um að mér myndi líða vel í starfi þess sem fréttirnar flytur. Launin eru vissulega lægri en eins og hjá vonandi flestum, sem byggja þetta land, duga þau fyrir því sem skiptir máli. „Þú verður aldrei ríkur,“ sagði einn við mig, sem er kórrétt. Landsliðskonur Íslands í knattspyrnu, sem spila sem atvinnumenn erlendis, verða ekki ríkar af því. Þær eiga í sig og á, vinna við garðyrkju eða stunda fjarnám meðfram aðalvinnunni. Vinnan finnst þeim nógu skemmtileg til að leggja drauminn um einbýlishús á Arnarnesinu á hilluna. Í átta klukkustundir á dag, sem verða oftar en ekki að níu eða tíu, ýmist á daginn eða kvöldin og reglulega um helgar, hef ég gaman af því sem ég er að gera. Ég er hættur að bíða eftir föstudögunum og mæti spenntur í vinnuna þar sem hver dagur er skemmtilegri en sá á undan. Allt í lagi, kannski ekki alveg, en í það minnsta ólíkur þeim á undan. 56.400 klukkustundir, átta klukkustunda vinnudagur í 47 vikur yfir þrjátíu ár, er langur tími. Það er kannski ekki svo óskiljanlegt að maður vilji verja slíkum tíma við að að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Reyndar er ég aðeins búinn með um 2.000 klukkustundir eða um þrjú prósent af áður áætluðum heildartíma en enn sem komið er ég ánægður. Aðrir mega vera ríkir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun