Afhjúpun hversdagsleika njósnara nútímans Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. júlí 2013 07:00 Ég sá nýlega heimildarmynd um söngkonuna margbrotnu Marianne Faithfull, sem sló rækilega í gegn í árdaga rokksins í Evrópu. Hún var samferða Mick Jagger og félögum, lifði hratt og dældi í sig ólyfjan eins og enginn væri morgundagurinn. Engum datt í hug, síst henni sjálfri, að hún næði þrítugsaldri, hvað þá að hún yrði fertug. Nú er hún um sjötugt, eldhress og hefur ekki snert eiturlyf síðan löngu áður en ég fæddist. Á hátindinum, fyrir hálfri öld, hafði hún nokkra sérstöðu í sínum hópi. Rokkstjörnurnar sem hún umgekkst voru af heimilum óskólagengins fólks og töluðu lágstéttarensku. Hún aftur á móti kunni skil á Shakespeare, átti móður sem var af aðalsættum og sprengmenntaðan föður. Hann var alvöru njósnari á vegum bresku leyniþjónustunnar. Marianne sagði föður sinn hafa talað sex eða sjö Evróputungumál án þess að hægt væri að greina nokkurn hreim. Fyrir vikið gat hann, að hennar sögn, stokkið úr flugvél í fallhlíf og þóst vera einn af fjöldanum í mörgum löndum. Það var nú aldeilis hægt að nýta sér slíka kunnáttu í síðari heimstyrjöldinni. Enda fannst söngkonunni pabbi sinn hafa haft áhrif á gang mannkynssögunnar þó að hún hefði aldrei fengið að vita hvernig. Hann var bara hetja. Þannig finnst manni njósnarar eiga að vera. Ég skil þess vegna vel að leyniþjónustur heimsins séu spældar út í Snowden. Hann afhjúpar hversdagsleika njósnara nútímans. Þeir stökkva aldrei í fallhlíf. Hann kynnir sig ekki heldur sem Snowden, Edward Snowden, með lokkandi augnaráði. Svo var hann bara með þessari einu konu. Er hægt að hugsa sér leiðinlegri atvinnu en að rýna í tölvu og fylgjast með samskiptum fólks – samskiptum okkar? Kannski er bót í máli að topparnir í Evrópusambandinu slæðast með. Veit það þó ekki. Get ekki séð á svip þeirra að þeirra daglega líf sé sérlega spennuþrungið. Ég fór yfir samskiptin við vini og kunningja á Facebook og Gmail nokkra daga aftur í tímann. Það sem kannski helst var í frásögur færandi var uppskrift af Chili con carne sem ég ætla að elda bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun
Ég sá nýlega heimildarmynd um söngkonuna margbrotnu Marianne Faithfull, sem sló rækilega í gegn í árdaga rokksins í Evrópu. Hún var samferða Mick Jagger og félögum, lifði hratt og dældi í sig ólyfjan eins og enginn væri morgundagurinn. Engum datt í hug, síst henni sjálfri, að hún næði þrítugsaldri, hvað þá að hún yrði fertug. Nú er hún um sjötugt, eldhress og hefur ekki snert eiturlyf síðan löngu áður en ég fæddist. Á hátindinum, fyrir hálfri öld, hafði hún nokkra sérstöðu í sínum hópi. Rokkstjörnurnar sem hún umgekkst voru af heimilum óskólagengins fólks og töluðu lágstéttarensku. Hún aftur á móti kunni skil á Shakespeare, átti móður sem var af aðalsættum og sprengmenntaðan föður. Hann var alvöru njósnari á vegum bresku leyniþjónustunnar. Marianne sagði föður sinn hafa talað sex eða sjö Evróputungumál án þess að hægt væri að greina nokkurn hreim. Fyrir vikið gat hann, að hennar sögn, stokkið úr flugvél í fallhlíf og þóst vera einn af fjöldanum í mörgum löndum. Það var nú aldeilis hægt að nýta sér slíka kunnáttu í síðari heimstyrjöldinni. Enda fannst söngkonunni pabbi sinn hafa haft áhrif á gang mannkynssögunnar þó að hún hefði aldrei fengið að vita hvernig. Hann var bara hetja. Þannig finnst manni njósnarar eiga að vera. Ég skil þess vegna vel að leyniþjónustur heimsins séu spældar út í Snowden. Hann afhjúpar hversdagsleika njósnara nútímans. Þeir stökkva aldrei í fallhlíf. Hann kynnir sig ekki heldur sem Snowden, Edward Snowden, með lokkandi augnaráði. Svo var hann bara með þessari einu konu. Er hægt að hugsa sér leiðinlegri atvinnu en að rýna í tölvu og fylgjast með samskiptum fólks – samskiptum okkar? Kannski er bót í máli að topparnir í Evrópusambandinu slæðast með. Veit það þó ekki. Get ekki séð á svip þeirra að þeirra daglega líf sé sérlega spennuþrungið. Ég fór yfir samskiptin við vini og kunningja á Facebook og Gmail nokkra daga aftur í tímann. Það sem kannski helst var í frásögur færandi var uppskrift af Chili con carne sem ég ætla að elda bráðum.