Halda minningu vinar á lofti með tónleikum Sara McMahon skrifar 5. júlí 2013 07:00 Meðlimir Skáta heiðra minningu látins vinar með tónleikum á Faktorý í kvöld. Björn Kolbeinsson lést í köfunarslysi í desember í fyrra. Mynd/Úr einkasafni „Þetta eru allt vinir Björns og hljómsveitir sem Skátar spiluðu mikið með hér áður fyrr. Okkur langaði að heiðra minningu látins félaga með því að halda gott partí. Þetta verður engin erfisdrykkja heldur falleg og skemmtileg stund,“ segir Benedikt Reynisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skáta. Sveitin stendur fyrir tónleikum á Faktorý í kvöld til heiðurs Birni Kolbeinssyni, sem betur er þekktur sem Bjössi Skáti. Hann lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum þann 28. desember síðastliðinn. Aðspurður segir Benedikt að lagalisti kvöldsins samanstandi fyrst og fremst af lögum Skáta. „Við tökum Skáta-lög og svo smá spuna til heiðurs Bjössa,“ segir hann.Benedikt ReynissonAuk Skáta munu fjórar aðrar sveitir stíga á svið í kvöld og halda uppi minningu Björns. Aðgangseyrir er þúsund krónur og mun ágóðinn renna til Kvennaathvarfsins. „Okkur þótti meira við hæfi að styrkja gott málefni en að styrkja okkur sjálfa. En fyrst og fremst er þetta í anda Bjössa, hann var meðvitaður um samfélagið í kringum sig.“Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.30 í kvöld. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta eru allt vinir Björns og hljómsveitir sem Skátar spiluðu mikið með hér áður fyrr. Okkur langaði að heiðra minningu látins félaga með því að halda gott partí. Þetta verður engin erfisdrykkja heldur falleg og skemmtileg stund,“ segir Benedikt Reynisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skáta. Sveitin stendur fyrir tónleikum á Faktorý í kvöld til heiðurs Birni Kolbeinssyni, sem betur er þekktur sem Bjössi Skáti. Hann lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum þann 28. desember síðastliðinn. Aðspurður segir Benedikt að lagalisti kvöldsins samanstandi fyrst og fremst af lögum Skáta. „Við tökum Skáta-lög og svo smá spuna til heiðurs Bjössa,“ segir hann.Benedikt ReynissonAuk Skáta munu fjórar aðrar sveitir stíga á svið í kvöld og halda uppi minningu Björns. Aðgangseyrir er þúsund krónur og mun ágóðinn renna til Kvennaathvarfsins. „Okkur þótti meira við hæfi að styrkja gott málefni en að styrkja okkur sjálfa. En fyrst og fremst er þetta í anda Bjössa, hann var meðvitaður um samfélagið í kringum sig.“Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.30 í kvöld.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira