Endalok heimsins nálgast óðfluga Sara McMahon skrifar 3. júlí 2013 21:00 Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira