Bjó til ímyndaðan heim utan um sögu bókstafanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 12:00 Sigríður rún Kristinsdóttir sýnir í Sparki. Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira