Prump og hægðatruflanir Teitur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2013 10:00 Það er merkileg staðreynd að prump er okkur öllum nauðsynlegt, alveg sama hvað okkur kann að þykja það lítið kurteist að leysa vind, þá þurfum við að skila frá okkur lofti reglulega. Það er líka merkilegt hvað vindgangur er oft ástæða kátínu og hlátraskalla. Flestum þykir pínlegt að freta í kringum aðra og að verða uppvísir að þessu athæfi, aðrir skellihlæja að eigin skítalykt. Á þetta bæði við um börn sem fullorðna og er í sjálfu sér að einhverju marki mannlegt eðli sem við flest þekkjum eða höfum orðið vitni að. Læknastéttin er líklega ein fárra sem spyr einstaklinga reglubundið um það hvort þeir hafi leyst vind og sýnir þessu athæfi einlægan áhuga. Við viljum vita heilmikið um vindgang viðkomandi og nú kynni einhver að hlæja, en satt að segja geta slíkar spurningar verið lykillinn að greiningu á sjúkdómum. Þá sérstaklega í samhengi við hægðir, hægðavenjur og breytingar á starfssemi meltingarfæranna. Ýmsir bólgusjúkdómar og óþolssjúkdómar geta haft umtalsverð áhrif en einnig samsetning næringar okkar. Það er alveg eðlilegt að litur, form, tíðni og lykt séu breytileg. Finnist hins vegar ekki eðlileg skýring, eða til viðbótar við ofangreind einkenni komi fram verkir, blóð, slím eða hiti er eðlilegt að leita aðstoðar læknis.Aldur skiptir máli Það skiptir verulegu máli á hvaða aldri viðkomandi einstaklingur er þegar hann finnur fyrir breytingu á hægðavenjum. Sérstaklega er mikilvægt ef einstaklingar sem eru orðnir eldri en fimmtugir finna fyrir slíku, en eftir þann aldur eru bæði kynin í svokallaðri meðaláhættu fyrir ristilkrabbameini og er ráðlagt að skima fyrir slíku meini hjá báðum kynjum í þeim aldurshópi. Þeir sem yngri eru fá sjaldan slík mein þó það komi fyrir og þarf að hafa það í huga við uppvinnslu og einkenni sjúklings. Mismunagreiningar eru nokkrar en þar má nefna ristilbólgusjúkdómana og iðraólgu sem mikilvægt er að átta sig á en rétt greining og meðferð getur skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þjást af þessum sjúkdómum. Algengasta orsökin fyrir breytingum er þó líklega breyting á mataræði og lífsstíll viðkomandi. Nægir þar að nefna sem dæmi mikla próteinneyslu sem leiðir oftsinnis af sér hvimleiðan vindgang, en einnig mögulega hægðatregðu sem getur gert illt verra bæði hvað varðar lykt og uppþembu sem er vond aukaverkun líkamsdýrkunar. En það eru einnig ansi margar tegundir fæðu sem geta haft viðlíka áhrif. Sennilega eru baunir þar einna þekktastar og ýmiss konar lauktegundir og kolvetna- og trefjarík fæða eins og kartöflur, spergilkál, blómkál og hnetur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem eru með mjólkuróþol eða þjást af glutenóþoli finna líka fyrir uppþembu og vindgangi reglubundið sem byggir á vandamálum við niðurbrot mjólkursykurs annars vegar og ónæmis- eða ofnæmisviðbragði hins vegar.Ýmis ráð til að draga úr vindgangi Það er bakteríuflóran í ristlinum sem skapar alla jafna það loft sem við þurfum að losa. Hún myndar einnig þá lykt sem finnst þegar fólk prumpar en hún tengist brennisteinsvetni og öðrum efnasamböndum. Af þessu má ráða að röskun á þessari bakteríuflóru til dæmis af völdum sýklalyfja getur haft veruleg áhrif auk mataræðis. Ýmsar leiðir eru til þess að draga úr vindgangi og eru flestar þeirra byggðar á því að skoða mataræði og lífsstíl. Þó eru til sértækar aðferðir sem er áhugavert að minnast á. Þá er reynt að hafa áhrif á verki og uppþembu, magn eða tíðni og svo lykt. Í þeirri viðleitni að draga úr uppþembu og verkjum hafa verið notuð efni sem draga úr yfirborðsspennu eins og hjá ungabörnum – sýklalyf og jógúrtgerlar koma þarna einnig við sögu. Þegar reynt er að stýra magni eða framleiðslu er notast við ýmis krydd eins og kúmen, kóríander, túrmerik, þara og ýmis fleiri. Lifandi jógúrtgerlar eins og acidophilus eiga þarna sess auk þess sem meltingarensími eru gefin, sér í lagi þegar sýnt er að þau skortir einhverra hluta vegna. Merkilegasta nálgunin er þó að reyna að eiga við lykt og hafa misgáfulegar nálganir verið þar uppi. Algengast er að nota bismut-afleiður sem hafa sýnt árangur, sumir vilja meina að kol hafi áhrif en einnig hafa verið framleidd sérhönnuð nærföt svo eitthvað sé nefnt. Prump er því eðlilegt og félagslega áhugavert, en er einnig mikilvægt í samhengi við fjöldamarga sjúkdóma og er því öllum hollt að meta það reglulega – hvort heldur í leyni eða í félagsskap við aðra. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það er merkileg staðreynd að prump er okkur öllum nauðsynlegt, alveg sama hvað okkur kann að þykja það lítið kurteist að leysa vind, þá þurfum við að skila frá okkur lofti reglulega. Það er líka merkilegt hvað vindgangur er oft ástæða kátínu og hlátraskalla. Flestum þykir pínlegt að freta í kringum aðra og að verða uppvísir að þessu athæfi, aðrir skellihlæja að eigin skítalykt. Á þetta bæði við um börn sem fullorðna og er í sjálfu sér að einhverju marki mannlegt eðli sem við flest þekkjum eða höfum orðið vitni að. Læknastéttin er líklega ein fárra sem spyr einstaklinga reglubundið um það hvort þeir hafi leyst vind og sýnir þessu athæfi einlægan áhuga. Við viljum vita heilmikið um vindgang viðkomandi og nú kynni einhver að hlæja, en satt að segja geta slíkar spurningar verið lykillinn að greiningu á sjúkdómum. Þá sérstaklega í samhengi við hægðir, hægðavenjur og breytingar á starfssemi meltingarfæranna. Ýmsir bólgusjúkdómar og óþolssjúkdómar geta haft umtalsverð áhrif en einnig samsetning næringar okkar. Það er alveg eðlilegt að litur, form, tíðni og lykt séu breytileg. Finnist hins vegar ekki eðlileg skýring, eða til viðbótar við ofangreind einkenni komi fram verkir, blóð, slím eða hiti er eðlilegt að leita aðstoðar læknis.Aldur skiptir máli Það skiptir verulegu máli á hvaða aldri viðkomandi einstaklingur er þegar hann finnur fyrir breytingu á hægðavenjum. Sérstaklega er mikilvægt ef einstaklingar sem eru orðnir eldri en fimmtugir finna fyrir slíku, en eftir þann aldur eru bæði kynin í svokallaðri meðaláhættu fyrir ristilkrabbameini og er ráðlagt að skima fyrir slíku meini hjá báðum kynjum í þeim aldurshópi. Þeir sem yngri eru fá sjaldan slík mein þó það komi fyrir og þarf að hafa það í huga við uppvinnslu og einkenni sjúklings. Mismunagreiningar eru nokkrar en þar má nefna ristilbólgusjúkdómana og iðraólgu sem mikilvægt er að átta sig á en rétt greining og meðferð getur skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þjást af þessum sjúkdómum. Algengasta orsökin fyrir breytingum er þó líklega breyting á mataræði og lífsstíll viðkomandi. Nægir þar að nefna sem dæmi mikla próteinneyslu sem leiðir oftsinnis af sér hvimleiðan vindgang, en einnig mögulega hægðatregðu sem getur gert illt verra bæði hvað varðar lykt og uppþembu sem er vond aukaverkun líkamsdýrkunar. En það eru einnig ansi margar tegundir fæðu sem geta haft viðlíka áhrif. Sennilega eru baunir þar einna þekktastar og ýmiss konar lauktegundir og kolvetna- og trefjarík fæða eins og kartöflur, spergilkál, blómkál og hnetur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem eru með mjólkuróþol eða þjást af glutenóþoli finna líka fyrir uppþembu og vindgangi reglubundið sem byggir á vandamálum við niðurbrot mjólkursykurs annars vegar og ónæmis- eða ofnæmisviðbragði hins vegar.Ýmis ráð til að draga úr vindgangi Það er bakteríuflóran í ristlinum sem skapar alla jafna það loft sem við þurfum að losa. Hún myndar einnig þá lykt sem finnst þegar fólk prumpar en hún tengist brennisteinsvetni og öðrum efnasamböndum. Af þessu má ráða að röskun á þessari bakteríuflóru til dæmis af völdum sýklalyfja getur haft veruleg áhrif auk mataræðis. Ýmsar leiðir eru til þess að draga úr vindgangi og eru flestar þeirra byggðar á því að skoða mataræði og lífsstíl. Þó eru til sértækar aðferðir sem er áhugavert að minnast á. Þá er reynt að hafa áhrif á verki og uppþembu, magn eða tíðni og svo lykt. Í þeirri viðleitni að draga úr uppþembu og verkjum hafa verið notuð efni sem draga úr yfirborðsspennu eins og hjá ungabörnum – sýklalyf og jógúrtgerlar koma þarna einnig við sögu. Þegar reynt er að stýra magni eða framleiðslu er notast við ýmis krydd eins og kúmen, kóríander, túrmerik, þara og ýmis fleiri. Lifandi jógúrtgerlar eins og acidophilus eiga þarna sess auk þess sem meltingarensími eru gefin, sér í lagi þegar sýnt er að þau skortir einhverra hluta vegna. Merkilegasta nálgunin er þó að reyna að eiga við lykt og hafa misgáfulegar nálganir verið þar uppi. Algengast er að nota bismut-afleiður sem hafa sýnt árangur, sumir vilja meina að kol hafi áhrif en einnig hafa verið framleidd sérhönnuð nærföt svo eitthvað sé nefnt. Prump er því eðlilegt og félagslega áhugavert, en er einnig mikilvægt í samhengi við fjöldamarga sjúkdóma og er því öllum hollt að meta það reglulega – hvort heldur í leyni eða í félagsskap við aðra. Góðar stundir!