Bókin sem fékk annað tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júlí 2013 13:00 Eyrún Ýr segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við útgáfufyrirtækið Publish Islandica, sem upphaflega gaf Annað tækifæri út . .Mynd úr einkasafni Eyrún Ýr Tryggvadóttir er glæpasagnahöfundur sem sent hefur frá sér þrjár spennusögur. Reyndar fjórar ef grannt er skoðað, fyrsta bókin Annað tækifæri kom út 2004, hvarf í fjölda ára en hefur nú verið endurútgefin í örlítið breyttri mynd. „Þetta var fyrsta bókin sem ég skrifaði og kom upphaflega út árið 2004 hjá fyrirtæki sem hét Publish Islandica, en hvarf alveg gjörsamlega og hefur verið ófáanleg nánast alla tíð,“ segir Eyrún Ýr Tryggvadóttir um bókina Annað tækifæri sem nú hefur verið endurútgefin hjá Sölku. „Ég skrifaði hana að mestu leyti árið 2003 og sá svo auglýst eftir handritum til útgáfu hjá þessu fyrirtæki, sendi það inn og fékk útgáfusamning.“ Bókin var gefin út, en ekki dreift í verslanir og Eyrún segist aldrei hafa fengið nein svör frá fyrirtækinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Þetta var allt hið dularfyllsta mál. Fólk átti að geta keypt bókina á netinu en fékk hana aldrei senda. Bókabúðin hérna á Húsavík náði nokkrum eintökum, seldi þau og bað um fleiri sem aldrei bárust. Ég fékk send tvö eintök en heyrði svo aldrei púst frá fyrirtækinu meir. Bókin er til á þremur eða fjórum bókasöfnum á landinu, en hefur annars verið gjörsamlega ófáanleg í öll þessi ár.“Breyttirðu henni eitthvað fyrir þessa útgáfu? „Örlítið, já. Þessi bók er samt mun léttari en hinar skáldsögurnar mínar. Myndi lenda í flokknum ástir og afbrot ef hún væri í rauðu seríunni. Og mér dettur ekki í hug að halda því fram að hún sé neitt annað en létt afþreying.“ Eyrún hefur sent frá sér fjórar bækur fyrir utan Annað tækifæri, þrjár spennusögur og eina unglingabók sem hún skrifaði í samstarfi við Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur. Allar þrjár skáldsögurnar fyrir fullorðna hafa verið tilnefndar til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna, en samt hváir fólk þegar það heyrir nafnið hennar. Hefur hún einhverja skýringu á því? „Það er sennilega bara spurning um að eyða meiru í auglýsingar. Þú verður að ræða það við Sölku,“ segir Eyrún glottandi. „Svo er ég auðvitað minna sýnileg en margir aðrir rithöfundar, þar sem ég bý úti á landi og er ekkert að mæta í boðin þarna fyrir sunnan. Síðan held ég að þetta snúist líka um það að hafa ekki verið þýdd á erlend tungumál. Það breytir miklu fyrir höfunda.“Þú býrð á Húsavík. Ertu þaðan? „Já, og hef nánast alltaf búið hér fyrir utan nokkurra ára dvöl í Reykjavík og á Akureyri í námi. Ég er í sambúð og á tvö börn og í mínum huga var það aldrei valkostur að ala börnin mín upp í Reykjavík. Ekki að ég hafi prófað það, en ég allavega ímynda mér það. Heima er best.“ Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Eyrún Ýr Tryggvadóttir er glæpasagnahöfundur sem sent hefur frá sér þrjár spennusögur. Reyndar fjórar ef grannt er skoðað, fyrsta bókin Annað tækifæri kom út 2004, hvarf í fjölda ára en hefur nú verið endurútgefin í örlítið breyttri mynd. „Þetta var fyrsta bókin sem ég skrifaði og kom upphaflega út árið 2004 hjá fyrirtæki sem hét Publish Islandica, en hvarf alveg gjörsamlega og hefur verið ófáanleg nánast alla tíð,“ segir Eyrún Ýr Tryggvadóttir um bókina Annað tækifæri sem nú hefur verið endurútgefin hjá Sölku. „Ég skrifaði hana að mestu leyti árið 2003 og sá svo auglýst eftir handritum til útgáfu hjá þessu fyrirtæki, sendi það inn og fékk útgáfusamning.“ Bókin var gefin út, en ekki dreift í verslanir og Eyrún segist aldrei hafa fengið nein svör frá fyrirtækinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Þetta var allt hið dularfyllsta mál. Fólk átti að geta keypt bókina á netinu en fékk hana aldrei senda. Bókabúðin hérna á Húsavík náði nokkrum eintökum, seldi þau og bað um fleiri sem aldrei bárust. Ég fékk send tvö eintök en heyrði svo aldrei púst frá fyrirtækinu meir. Bókin er til á þremur eða fjórum bókasöfnum á landinu, en hefur annars verið gjörsamlega ófáanleg í öll þessi ár.“Breyttirðu henni eitthvað fyrir þessa útgáfu? „Örlítið, já. Þessi bók er samt mun léttari en hinar skáldsögurnar mínar. Myndi lenda í flokknum ástir og afbrot ef hún væri í rauðu seríunni. Og mér dettur ekki í hug að halda því fram að hún sé neitt annað en létt afþreying.“ Eyrún hefur sent frá sér fjórar bækur fyrir utan Annað tækifæri, þrjár spennusögur og eina unglingabók sem hún skrifaði í samstarfi við Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur. Allar þrjár skáldsögurnar fyrir fullorðna hafa verið tilnefndar til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna, en samt hváir fólk þegar það heyrir nafnið hennar. Hefur hún einhverja skýringu á því? „Það er sennilega bara spurning um að eyða meiru í auglýsingar. Þú verður að ræða það við Sölku,“ segir Eyrún glottandi. „Svo er ég auðvitað minna sýnileg en margir aðrir rithöfundar, þar sem ég bý úti á landi og er ekkert að mæta í boðin þarna fyrir sunnan. Síðan held ég að þetta snúist líka um það að hafa ekki verið þýdd á erlend tungumál. Það breytir miklu fyrir höfunda.“Þú býrð á Húsavík. Ertu þaðan? „Já, og hef nánast alltaf búið hér fyrir utan nokkurra ára dvöl í Reykjavík og á Akureyri í námi. Ég er í sambúð og á tvö börn og í mínum huga var það aldrei valkostur að ala börnin mín upp í Reykjavík. Ekki að ég hafi prófað það, en ég allavega ímynda mér það. Heima er best.“
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira