Konur klisjulegar í íslenskum bíómyndum Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. júní 2013 00:15 Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum," segir Helga Þórey Jónsdóttir. Fréttablaðið/Valli Helga Þórey Jónsdóttir er MA-nemi við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar hlaut hún styrk til þess að rannsaka líkamlega og félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980 til aldamóta. „Ég ákvað að afmarka rannsóknina með þessum tímaramma vegna þess að um 1980 eru íslenskar kvikmyndir að verða til og menningin í kringum þær. Tímabilið sem er þarna á undan er dálítið sér, myndir að koma út hér og þar. Næst langar mig svo að taka söguna út frá aldamótum til dagsins í dag,“ segir Helga Þórey. „Það er vert að taka það fram að þetta er ekki félagsvísindaleg rannsókn. Við tókum saman gögn og skoðum dálítið kreditlista út frá hlutfalli kvenna og staðsetningu á kreditlistum. Þær voru örsjaldan númer eitt á listunum, en eitt dæmi um slíka kvikmynd er Stella í orlofi,“ segir Helga jafnframt. Hún bætir við að á tímabilinu sem rætt er um hafi konur í kvikmyndagerð farið frá því að vera nánast engar, yfir í að vera nokkrar. „Svo er dálítið annað tímabil sem kemur um og eftir aldamótin, undir lok tíunda áratugarins. Við verðum alþjóðlegri og viðfangsefnin aðeins önnur og öðruvísi,“ bætir Helga við.Sjaldan í aðalhlutverki „Þetta var svona hugvísindaleg greining. Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum. Þar má nefna sem dæmi dóttur frystihússtjórans í Nýju lífi (1983) í leikstjórn Þráins Bertelssonar – þar er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þar sem dóttirin gengur á undan tveimur karlkyns aðalpersónum til þess að sýna þeim inn á verbúðina. Föt stúlkunnar hverfa smátt og smátt og í lokin sér maður allsberan rass,“ segir Helga kímin. „Þetta er dálítið augljós hlutgerving kvenlíkamans,“ útskýrir hún. „Þetta er það sem kom mér mest á óvart, þessi augljósa hlutgerving. Það eru eiginlega alltaf brjóst! Þannig er verið að setja okkur inn í augnaráð karlsins og við erum með í því að glápa á þessar konur,“ segir Helga. „Þær konur sem koma fyrir í myndunum eru gjarnan klisjulegar. Þær eru sjaldan í aðalhlutverki en frekar aðalkarlpersónum til stuðnings, oft sem ömmur, mömmur, viðföng og þar fram eftir götunum,“ segir Helga.Með allt á hreinu skemmtilega krítísk „Svo eru kvikmyndir eins og Með allt á hreinu (1982), í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, en hún er mjög áhugaverð og skemmtilega krítísk á þetta hefðbundna kynjadót. Gærurnar, með Röggu Gísla í broddi fylkingar, brjóta sig frá Stuðmönnum. Þær vilja ekki vera í bakröddum heldur semja sjálfar og fara á tónleikaferðalög. Þær eru framúrstefnulegar og töff – með allan orðaforðann – á meðan strákarnir eru ekki jafn töff í dansbandinu sínu,“ bætir Helga við og segir margt í þessu. Tilgangur verkefnisins er að setja saman fræðigreinasafn um birtingarmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum. Lítið efni er þegar til um íslenska kvikmyndasögu almennt og hefur Helga trú á því að íslensk kvikmyndasaga verði rituð frekar með fræðilegum hætti í náinni framtíð. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Helga Þórey Jónsdóttir er MA-nemi við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar hlaut hún styrk til þess að rannsaka líkamlega og félagslega framsetningu kynjanna í íslenskum kvikmyndum frá 1980 til aldamóta. „Ég ákvað að afmarka rannsóknina með þessum tímaramma vegna þess að um 1980 eru íslenskar kvikmyndir að verða til og menningin í kringum þær. Tímabilið sem er þarna á undan er dálítið sér, myndir að koma út hér og þar. Næst langar mig svo að taka söguna út frá aldamótum til dagsins í dag,“ segir Helga Þórey. „Það er vert að taka það fram að þetta er ekki félagsvísindaleg rannsókn. Við tókum saman gögn og skoðum dálítið kreditlista út frá hlutfalli kvenna og staðsetningu á kreditlistum. Þær voru örsjaldan númer eitt á listunum, en eitt dæmi um slíka kvikmynd er Stella í orlofi,“ segir Helga jafnframt. Hún bætir við að á tímabilinu sem rætt er um hafi konur í kvikmyndagerð farið frá því að vera nánast engar, yfir í að vera nokkrar. „Svo er dálítið annað tímabil sem kemur um og eftir aldamótin, undir lok tíunda áratugarins. Við verðum alþjóðlegri og viðfangsefnin aðeins önnur og öðruvísi,“ bætir Helga við.Sjaldan í aðalhlutverki „Þetta var svona hugvísindaleg greining. Ég horfði mikið á endurtekin þemu og framan af voru konur skraut í kvikmyndum. Þar má nefna sem dæmi dóttur frystihússtjórans í Nýju lífi (1983) í leikstjórn Þráins Bertelssonar – þar er eitt atriði sem er mér sérstaklega minnisstætt, þar sem dóttirin gengur á undan tveimur karlkyns aðalpersónum til þess að sýna þeim inn á verbúðina. Föt stúlkunnar hverfa smátt og smátt og í lokin sér maður allsberan rass,“ segir Helga kímin. „Þetta er dálítið augljós hlutgerving kvenlíkamans,“ útskýrir hún. „Þetta er það sem kom mér mest á óvart, þessi augljósa hlutgerving. Það eru eiginlega alltaf brjóst! Þannig er verið að setja okkur inn í augnaráð karlsins og við erum með í því að glápa á þessar konur,“ segir Helga. „Þær konur sem koma fyrir í myndunum eru gjarnan klisjulegar. Þær eru sjaldan í aðalhlutverki en frekar aðalkarlpersónum til stuðnings, oft sem ömmur, mömmur, viðföng og þar fram eftir götunum,“ segir Helga.Með allt á hreinu skemmtilega krítísk „Svo eru kvikmyndir eins og Með allt á hreinu (1982), í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, en hún er mjög áhugaverð og skemmtilega krítísk á þetta hefðbundna kynjadót. Gærurnar, með Röggu Gísla í broddi fylkingar, brjóta sig frá Stuðmönnum. Þær vilja ekki vera í bakröddum heldur semja sjálfar og fara á tónleikaferðalög. Þær eru framúrstefnulegar og töff – með allan orðaforðann – á meðan strákarnir eru ekki jafn töff í dansbandinu sínu,“ bætir Helga við og segir margt í þessu. Tilgangur verkefnisins er að setja saman fræðigreinasafn um birtingarmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum. Lítið efni er þegar til um íslenska kvikmyndasögu almennt og hefur Helga trú á því að íslensk kvikmyndasaga verði rituð frekar með fræðilegum hætti í náinni framtíð.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira