Viðskipti erlent

Ísland telst enn til velferðarríkja

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Landið sem kemur best út úr samanburðinum við önnur lönd er Noregur.
Landið sem kemur best út úr samanburðinum við önnur lönd er Noregur.
Landsframleiðsla á mann hér á landi, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 12 prósent yfir meðaltali landa í Evrópusambandinu á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýlega birtum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins.

Þetta er mælikvarði sem er oft notaður til þess að meta velferð í löndum. Velferð hér á landi virðist því vera nokkuð viðunandi í samanburði á milli landa.

Landið sem kemur best út úr samanburðinum við önnur lönd er Noregur en þar er landsframleiðsla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti 95 prósent yfir meðaltali ríkja Evrópusambandsins. Af Norðurlöndunum er Ísland í neðsta sæti samkvæmt þessum tölum. Svíar koma næst á eftir Noregi með 28 prósent landsframleiðslu á mann, Danir með 25 prósent og Finnar 15 prósent.

Ísland hefur staðið í stað í 12 prósentunum síðan árið 2010 en það árið tók landið 8 prósenta dýfu þar sem að árið 2009 var landsframleiðslan 20 prósent yfir meðaltali landa í Evrópusambandinu og enn hærri árið 2008 eða 23 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×