Súrrealískt að spila með Sinfó Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 09:00 „Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“ Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira