Myndir, eða það gerðist ekki! Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli. High score í Snake var einmanaleg tala sem enginn deildi með öðrum nema montrassar. Símarnir tóku hvorki vídjó né myndir. Skólaganga mín er munnleg heimild. Í dagfer líf mitt fram á Internetinu. Þar hittumst við krakkarnir, skellum inn stöðuuppfærslum, deilum svölustu fréttunum, sendum á milli myndir úr lífi fólks sem við könnumst við, eða ekki, og einstaka sinnum minnist einhver á atburði úr lífi sínu í raunheimum. Lífi sem er fjarlæg hugmynd fyrir flestum. Þá segja sumir: „Myndir, eða það gerðist ekki!“ og krefja þannig sögumann myndrænnar sönnunar á máli sínu. Nú er nefnilega svo komið að ekki má kaupa sushi eða kveikja á kerti án þess að einhver nærstaddur stöðvi augnablikið, breyti uppröðuninni á borðinu, smelli af, fjórum sinnum, raði myndunum upp í eitthvert kassarugl og beint á vefinn. Og raunverulega er þetta keppni, hvort sem fólk er tilbúið að viðurkenna þátttöku sína eða ekki. Veitt eru verðlaun í flokknum Besta lífið. Aukaverðlaun í flokknum Besti kvöldmaturinn. Um þessar mundir er líka verið að veita verðlaun í flokknum Besta brúðkaupið á minni Fésbókarsíðu. Flestir vinir mínir þar eru að gifta sig. Hinir eru að skoða myndirnar af þeim í kvíðakasti. Þegar ég ramba inn á síður hjá unglingum sem bauna inn sjálfsmyndum og vandræðalegum stöðuuppfærslum þakka ég í huganum fyrir að Fésbókin hafi ekki verið til þegar ég var í níunda bekk. En í framhaldinu velti ég því fyrir mér hvernig ég geti sannað fyrir niðjum mínum að ég hafi einhvern tímann verið unglingur. Ég trúi því varla sjálf. Google myndaleit skilar engum niðurstöðum... Legsteinar með QR-kóða frétti ég að væri nýjasta æðið. Kóðinn vísar komandi kynslóðum á vefsíðu þar sem minningin lifir í netheimum. Það lítur því út fyrir að friðurinn sé úti. Og ég þarf að fara að skanna. Myndir, eða það gerðist ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli. High score í Snake var einmanaleg tala sem enginn deildi með öðrum nema montrassar. Símarnir tóku hvorki vídjó né myndir. Skólaganga mín er munnleg heimild. Í dagfer líf mitt fram á Internetinu. Þar hittumst við krakkarnir, skellum inn stöðuuppfærslum, deilum svölustu fréttunum, sendum á milli myndir úr lífi fólks sem við könnumst við, eða ekki, og einstaka sinnum minnist einhver á atburði úr lífi sínu í raunheimum. Lífi sem er fjarlæg hugmynd fyrir flestum. Þá segja sumir: „Myndir, eða það gerðist ekki!“ og krefja þannig sögumann myndrænnar sönnunar á máli sínu. Nú er nefnilega svo komið að ekki má kaupa sushi eða kveikja á kerti án þess að einhver nærstaddur stöðvi augnablikið, breyti uppröðuninni á borðinu, smelli af, fjórum sinnum, raði myndunum upp í eitthvert kassarugl og beint á vefinn. Og raunverulega er þetta keppni, hvort sem fólk er tilbúið að viðurkenna þátttöku sína eða ekki. Veitt eru verðlaun í flokknum Besta lífið. Aukaverðlaun í flokknum Besti kvöldmaturinn. Um þessar mundir er líka verið að veita verðlaun í flokknum Besta brúðkaupið á minni Fésbókarsíðu. Flestir vinir mínir þar eru að gifta sig. Hinir eru að skoða myndirnar af þeim í kvíðakasti. Þegar ég ramba inn á síður hjá unglingum sem bauna inn sjálfsmyndum og vandræðalegum stöðuuppfærslum þakka ég í huganum fyrir að Fésbókin hafi ekki verið til þegar ég var í níunda bekk. En í framhaldinu velti ég því fyrir mér hvernig ég geti sannað fyrir niðjum mínum að ég hafi einhvern tímann verið unglingur. Ég trúi því varla sjálf. Google myndaleit skilar engum niðurstöðum... Legsteinar með QR-kóða frétti ég að væri nýjasta æðið. Kóðinn vísar komandi kynslóðum á vefsíðu þar sem minningin lifir í netheimum. Það lítur því út fyrir að friðurinn sé úti. Og ég þarf að fara að skanna. Myndir, eða það gerðist ekki.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun