Þjóðlagatengd leikhústónlist í forgrunni Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 25. júní 2013 12:00 Framkvæmdastjórinn Gunnsteinn með dóttur sína, Áslaugu Elísabetu, sem kippir í kynið því hún hefur gaman af að spila á flygil heimilisins. Fréttablaðið/Arnþór „Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“ Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira