Borvéla-blús Halldór Halldórsson skrifar 20. júní 2013 11:15 Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun
Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt.