Viðskipti erlent

EasyJet veðjar á Airbus A320

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Wow Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem notar Airbus A320 þotur.
Wow Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem notar Airbus A320 þotur. Mynd/Wow Air
Lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur valið Airbus A320neo farþegaþotur sem þann farkost sem stuðst verður við til framtíðar í starfsemi félagsins.

„Neo“ stendur fyrir new engine option og verða vélarnar því búnar næstu kynslóð þotuhreyfla.

Gerir félagið ráð fyrir að þurfa 100 slíkar vélar, auki 35 A320ceo (current engine option, búnar þeim hreyflum sem nú eru í boði) áður en kemur að afhendingu hinna.

Samkvæmt upplýsingum frá Airbus notast flugfélagið núna við smærri þotur A319 þotur. Þær rúma 156 farþega, meðan nýju vélarnar taka 180 í sæti.

Af vélunum 135 sem EasyJet kveðst þarfnast koma 85 í stað annarra sem hætt verður að nota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×