Glaður og þakklátur með verðlaunin Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júní 2013 10:00 Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur í gær.Hér ásamt Einari Erni Benediktssyni og Jóni Gnarr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira