Cyndi Lauper sigursæl á Tony-verðlaununum 11. júní 2013 10:00 Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira