Mögnuð stemning myndaðist í vitunum Freyr Bjarnason skrifar 6. júní 2013 07:00 Hljómsveitin er að senda frá sér plötuna The Lighthouse Project. Hljómsveitin Amiina sendir frá sér nýja stuttskífu með sex lögum á morgun sem ber nafnið The Lighthouse Project. Hún kemur út í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt og verður einnig fáanleg á vínyl. Tónlistin og myndirnar markast af ferðalagi sem Amiina fór í árið 2009 og spilaði hljómsveitin m.a. í vitum víðs vegar um landið. Fyrir ferðalagið höfðu nýjar útsetningar verið gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa í smærri rými og til að ná meiri nánd við áhorfendur.Saman í sendiferðabíl„Þetta var alveg frábært verkefni. Við erum rosalega ánægð með útkomuna, bæði á bókinni og öllu þessu myndræna. Okkur finnst það haldast rosalega vel í hendur,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu spurð út í verkefnið. Hljómsveitin lagði land undir fót í sendiferðabíl sem var troðfullur af hljóðfærum, með einn ljósmyndara og aðstoðarmann. Ferðin var mikið ævintýri og leit stundum út fyrir að verið væri að aka út í algjörar óbyggðir og einskismannsland til að halda tónleika á hjara veraldar. „Við erum að bjóða fólki að koma með okkur inn í þessa stemningu. Við það að spila tónlist inni í svona litlum rýmum og fjarlægum myndast rosalega mögnuð stemning. Það að spila tónlist í vita er mjög sérstakt, ég mæli með því,“ segir María Huld. „Við áttum svo rosalega mikið af myndefni og þessi ferð varð í raun að sjálfstæðri upplifun sem okkur langaði mikið til að deila með fólki.“Sambland af eldra efni og nýju Tónlistin sem var leikin í ferðinni var sambland af eldra efni og nýju sem átti það sameiginlegt að vera fallegt og einfalt í uppbyggingu. Á meðal laga sem flutt voru var ábreiða af lagi Lee Hazlewood, Leather and Lace. Amiina hafði átt í samvinnu við Hazlewood aðeins nokkrum vikum fyrir fráfall hans, en þau unnu saman að lagi sem að endingu varð hans síðasta hljóðritun. Seint á síðasta ári ákvað Amiina að heimsækja Vitaverkefnið á nýjan leik og hljóðrita lögin í þeim útsetningum sem fengu að hljóma á vitatúrnum. Til að aðstoða sig við upptökur fékk sveitin til liðs við sig Ben Frost en Birgir Jón Birgisson sá svo um hljóðblöndun og tónjöfnun.Útgáfupartý í kvöld Það er Smekkleysa sem dreifir The Lighthouse Project á Íslandi en Sounds of a Handshake/morr music dreifir í Evrópu og Bandaríkjunum. Útgáfupartý Amiinu vegna plötunnar verður haldið á KEX hosteli í kvöld frá klukkan 17 til 19. Hljómsveitin mun leika tvö lög og léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að kaupa plötuna í forsölu á sérstöku partýverði og einnig verða til sölu sex gerðir af póstkortum í tengslum við útgáfuna. Menning Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Amiina sendir frá sér nýja stuttskífu með sex lögum á morgun sem ber nafnið The Lighthouse Project. Hún kemur út í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt og verður einnig fáanleg á vínyl. Tónlistin og myndirnar markast af ferðalagi sem Amiina fór í árið 2009 og spilaði hljómsveitin m.a. í vitum víðs vegar um landið. Fyrir ferðalagið höfðu nýjar útsetningar verið gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa í smærri rými og til að ná meiri nánd við áhorfendur.Saman í sendiferðabíl„Þetta var alveg frábært verkefni. Við erum rosalega ánægð með útkomuna, bæði á bókinni og öllu þessu myndræna. Okkur finnst það haldast rosalega vel í hendur,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu spurð út í verkefnið. Hljómsveitin lagði land undir fót í sendiferðabíl sem var troðfullur af hljóðfærum, með einn ljósmyndara og aðstoðarmann. Ferðin var mikið ævintýri og leit stundum út fyrir að verið væri að aka út í algjörar óbyggðir og einskismannsland til að halda tónleika á hjara veraldar. „Við erum að bjóða fólki að koma með okkur inn í þessa stemningu. Við það að spila tónlist inni í svona litlum rýmum og fjarlægum myndast rosalega mögnuð stemning. Það að spila tónlist í vita er mjög sérstakt, ég mæli með því,“ segir María Huld. „Við áttum svo rosalega mikið af myndefni og þessi ferð varð í raun að sjálfstæðri upplifun sem okkur langaði mikið til að deila með fólki.“Sambland af eldra efni og nýju Tónlistin sem var leikin í ferðinni var sambland af eldra efni og nýju sem átti það sameiginlegt að vera fallegt og einfalt í uppbyggingu. Á meðal laga sem flutt voru var ábreiða af lagi Lee Hazlewood, Leather and Lace. Amiina hafði átt í samvinnu við Hazlewood aðeins nokkrum vikum fyrir fráfall hans, en þau unnu saman að lagi sem að endingu varð hans síðasta hljóðritun. Seint á síðasta ári ákvað Amiina að heimsækja Vitaverkefnið á nýjan leik og hljóðrita lögin í þeim útsetningum sem fengu að hljóma á vitatúrnum. Til að aðstoða sig við upptökur fékk sveitin til liðs við sig Ben Frost en Birgir Jón Birgisson sá svo um hljóðblöndun og tónjöfnun.Útgáfupartý í kvöld Það er Smekkleysa sem dreifir The Lighthouse Project á Íslandi en Sounds of a Handshake/morr music dreifir í Evrópu og Bandaríkjunum. Útgáfupartý Amiinu vegna plötunnar verður haldið á KEX hosteli í kvöld frá klukkan 17 til 19. Hljómsveitin mun leika tvö lög og léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að kaupa plötuna í forsölu á sérstöku partýverði og einnig verða til sölu sex gerðir af póstkortum í tengslum við útgáfuna.
Menning Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira