Sabbath snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 6. júní 2013 09:00 13 er fyrsta hljóðversplata Ozzy Osbourne með Black Sabbath í 35 ár. nordicphotos/getty Breska þungarokksveitin Black Sabbath gefur út nítjándu hljóðversplötu sína, sem ber nafnið 13, eftir helgi. Platan er fyrsta hljóðversplata þessarar fornfrægu sveitar síðan platan Forbidden kom út árið 1995 og sú fyrsta með upphaflega söngvaranum Ozzy Osbourne og bassaleikaranum Geezer Butler síðan tónleikaplatan Reunion, sem hafði að geyma tvö ný lög, kom út árið 1998 Í raun er þetta fyrsta hreinræktaða hljóðversplatan með Osbourne í 35 ár, eða síðan Never Say Die! kom út árið 1978 og sú fyrsta með Butler síðan Cross Purposes kom út árið 1994. Upptökustjóri 13 er sjálfur Rick Rubin, sjöfaldur Grammy-verðlaunahafi sem hefur starfað með mörgum af þeim stærstu í bransanum, til dæmis Metallica, Red Hot Chili Peppers, Slayer, Slipknot og Johnny Cash. Átta lög eru á plötunni, þar á meðal End of the Beginning, Loner og Dear Father, og fimm þeirra eru yfir átta mínútna löng. Upphaflegir meðlimir Black Sabbath byrjuðu að vinna að nýrri hljóðversplötu árið 2001 með aðstoð Rick Rubin. Upptökunum var frestað vegna þess að Osbourne var sjálfur að vinna að sólóplötu og á endanum ákváðu hinir meðlimirnir að einbeita sér að öðru, þar á meðal rokksveitinni Heaven & Hell. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem Black Sabbath tilkynnti að hún ætlaði að hefja vinnu við nýju plötuna á nýjan leik, og enn var Rubin á sínum stað. Upptökurnar fóru fram í Los Angeles og auk upphaflegu meðlimanna Osbourne, Butler og gítarleikarans Tony Iommi spilaði Brad Wilk úr Rage Against the Machine og Audioslave með þeim á trommur eftir að upphaflegi trymbillinn Bill Ward hafði dregið sig út úr verkefninu. Vefsíðan Allmusic er yfir sig hrifin af 13 og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á meðan tímaritið Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa af fimm. Metal Hammer segir plötuna betri en nokkur hefði búist við og gefur henni níu af tíu mögulegum. Black Sabbath hefur auglýst tónleikaferð um Bretland í desember. Fyrstu tónleikarnir verða í O2-höllinni í London 10. desember. Þeir síðustu verða í gamla heimabæ sveitarinnar, Birmingham, tíu dögum síðar. Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Breska þungarokksveitin Black Sabbath gefur út nítjándu hljóðversplötu sína, sem ber nafnið 13, eftir helgi. Platan er fyrsta hljóðversplata þessarar fornfrægu sveitar síðan platan Forbidden kom út árið 1995 og sú fyrsta með upphaflega söngvaranum Ozzy Osbourne og bassaleikaranum Geezer Butler síðan tónleikaplatan Reunion, sem hafði að geyma tvö ný lög, kom út árið 1998 Í raun er þetta fyrsta hreinræktaða hljóðversplatan með Osbourne í 35 ár, eða síðan Never Say Die! kom út árið 1978 og sú fyrsta með Butler síðan Cross Purposes kom út árið 1994. Upptökustjóri 13 er sjálfur Rick Rubin, sjöfaldur Grammy-verðlaunahafi sem hefur starfað með mörgum af þeim stærstu í bransanum, til dæmis Metallica, Red Hot Chili Peppers, Slayer, Slipknot og Johnny Cash. Átta lög eru á plötunni, þar á meðal End of the Beginning, Loner og Dear Father, og fimm þeirra eru yfir átta mínútna löng. Upphaflegir meðlimir Black Sabbath byrjuðu að vinna að nýrri hljóðversplötu árið 2001 með aðstoð Rick Rubin. Upptökunum var frestað vegna þess að Osbourne var sjálfur að vinna að sólóplötu og á endanum ákváðu hinir meðlimirnir að einbeita sér að öðru, þar á meðal rokksveitinni Heaven & Hell. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem Black Sabbath tilkynnti að hún ætlaði að hefja vinnu við nýju plötuna á nýjan leik, og enn var Rubin á sínum stað. Upptökurnar fóru fram í Los Angeles og auk upphaflegu meðlimanna Osbourne, Butler og gítarleikarans Tony Iommi spilaði Brad Wilk úr Rage Against the Machine og Audioslave með þeim á trommur eftir að upphaflegi trymbillinn Bill Ward hafði dregið sig út úr verkefninu. Vefsíðan Allmusic er yfir sig hrifin af 13 og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á meðan tímaritið Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa af fimm. Metal Hammer segir plötuna betri en nokkur hefði búist við og gefur henni níu af tíu mögulegum. Black Sabbath hefur auglýst tónleikaferð um Bretland í desember. Fyrstu tónleikarnir verða í O2-höllinni í London 10. desember. Þeir síðustu verða í gamla heimabæ sveitarinnar, Birmingham, tíu dögum síðar.
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið