Innvols tíu kvenna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. júní 2013 12:00 Fimm af tíu höfundum bókarinnar veittu Nýræktarstyrknum viðtöku. Frá vinstri: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó og Þórunn Þórhallsdóttir. Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira