Hoppað yfir þriðja tuginn Álfrún Pálsdóttir skrifar 4. júní 2013 09:05 Jæja, þá er dagurinn sem ég hef kviðið fyrir síðustu 364 daga runninn upp. Dagurinn sem var í svo mikilli órafjarlægð fyrir tíu árum. Já, í dag hoppa ég yfir í nýjan tug. Ég er 30 ára í dag. Fertugsaldurinn ógurlegi hefur bankað að dyrum. Ég er ekki viss um að ég þori til dyra. Þegar þetta er skrifað er ég ekki í miklu afmælisstuði. Síðasti dagurinn sem tuttugu og eitthvað. Ég hef líka búið þannig um hnútana að ég get ekki drekkt sorgum mínum á einhverjum barnum niðri í bæ. Nei, ég ákvað að gera þessi tímamót í mínu lífi enn þá raunverulegri með því að eiga von á mínu öðru barni í næsta mánuði. Þá verð ég þrítug tveggja barna móðir. Ég legg ekki meira á ykkur. Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hræðist þennan nýja tug svona mikið. Kannski vegna þess að í fyrsta sinn man ég eftir foreldrum mínum á sama aldri. Kannski er það vegna þess að orðinn þrjátíu og eitthvað hættir maður skyndilega að vera efnilegur. Maður verður annaðhvort bara góður eða lélegur og rýmið fyrir mistök minnkar. Dansinn uppi á borðum á skemmtistöðunum hættir að vera flippaður og fyndinn og verður bara sorglegur. Árin til að sletta úr klaufunum og að finna sig eru liðin. Eða það hef ég bitið í mig. Þetta getur allt verið mikill misskilningur hjá mér enda er ég enn þá 29 ára þegar þessi pistill er skrifaður og veit því ekkert hvað bíður mín á næstu misserum. Kannski verður það eina sem breytist að ég hækka um eitt box á eyðublöðum opinberra stofnana. Sjáum til. Ég fékk samt að heyra það um helgina að það sé fyrst á fjörutíu ára afmælinu sem maður byrjar að njóta lífsins. Það gæti verið gott að halda í þá trú næstu tíu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun
Jæja, þá er dagurinn sem ég hef kviðið fyrir síðustu 364 daga runninn upp. Dagurinn sem var í svo mikilli órafjarlægð fyrir tíu árum. Já, í dag hoppa ég yfir í nýjan tug. Ég er 30 ára í dag. Fertugsaldurinn ógurlegi hefur bankað að dyrum. Ég er ekki viss um að ég þori til dyra. Þegar þetta er skrifað er ég ekki í miklu afmælisstuði. Síðasti dagurinn sem tuttugu og eitthvað. Ég hef líka búið þannig um hnútana að ég get ekki drekkt sorgum mínum á einhverjum barnum niðri í bæ. Nei, ég ákvað að gera þessi tímamót í mínu lífi enn þá raunverulegri með því að eiga von á mínu öðru barni í næsta mánuði. Þá verð ég þrítug tveggja barna móðir. Ég legg ekki meira á ykkur. Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hræðist þennan nýja tug svona mikið. Kannski vegna þess að í fyrsta sinn man ég eftir foreldrum mínum á sama aldri. Kannski er það vegna þess að orðinn þrjátíu og eitthvað hættir maður skyndilega að vera efnilegur. Maður verður annaðhvort bara góður eða lélegur og rýmið fyrir mistök minnkar. Dansinn uppi á borðum á skemmtistöðunum hættir að vera flippaður og fyndinn og verður bara sorglegur. Árin til að sletta úr klaufunum og að finna sig eru liðin. Eða það hef ég bitið í mig. Þetta getur allt verið mikill misskilningur hjá mér enda er ég enn þá 29 ára þegar þessi pistill er skrifaður og veit því ekkert hvað bíður mín á næstu misserum. Kannski verður það eina sem breytist að ég hækka um eitt box á eyðublöðum opinberra stofnana. Sjáum til. Ég fékk samt að heyra það um helgina að það sé fyrst á fjörutíu ára afmælinu sem maður byrjar að njóta lífsins. Það gæti verið gott að halda í þá trú næstu tíu árin.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun