Súpergrúppa siglir um landið í sumar Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 31. maí 2013 07:00 Guðni Finnsson, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson og Arnar Gíslason mynda súpergrúppuna Áhöfnin á Húna. „Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur. Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur.
Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira