Tækifærin sem urðu til í hruninu Mikael Torfason skrifar 31. maí 2013 12:00 Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þróunin hefur lengi verið þannig að vinnuafl fari úr framleiðslugreinum yfir í þjónustustarfsemi. Þannig kemur fjölgun starfa í ferðaþjónustu í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru nokkuð sjálfsögð sannindi. Við vitum öll að eftir 2008 fækkaði störfum í mannvirkjagerð stórkostlega en hefðbundin íslensk störf í sjávarútvegi og landbúnaði héldu sér og vel það. Tíðindin eru hins vegar þau að það fór sem margir höfðu spáð í hruninu að það leysti ákveðinn kraft úr læðingi. Allt í einu var fjöldi hæfileikafólks á milli vita og margt af því vildi leita á ný mið. Að sjálfsögðu. Íslenskt efnahagslíf hafði á árunum fyrir hrun verið keyrt áfram á stóriðju og uppgangi bankanna. Fólk var misjafnlega lengi að jafna sig á hruninu en strax í byrjun árs 2009 varð til óformlegur klúbbur sem kallaðist Hugmyndaráðuneytið. Þar voru haldnir reglulegir fundir í rúmt ár. Einn af þeim sem sóttu þá fundi er Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, en það fyrirtæki var stofnað árið 2008. Hann sagði í viðtali við Markaðinn að meðal þáttakanda á þessum fundum Humyndaráðuneytisins hefði verið fólk sem stofnaði upp frá því ný fyrirtæki á borð við Oz, Clara, Gogogic, Meniga, Carbon Recycling International, Plain Vanilla og ReMake Electric. Allt eru það fyrirtæki sem ratað hafa í fréttir fyrir frábæran árangur á sínu sviði. „Þessi hópur var mjög miðaður við hugbúnaðargeirann en er hins vegar bara hluti af þessari gerjun sem átti sér stað á þessum tíma. Fjöldi annarra fyrirtækja hefur sprottið upp í hefðbundnum þjónustugeirum sem ég hef kannski ekki jafn góða innsýn í,“ sagði Hjálmar í vikunni. Fyrir þetta fólk markaði hrunið þáttaskil sem voru kannski byggð á neikvæðum grunni en urðu að jákvæðri uppbyggingu. Þetta eru einstaklingar sem sáu tækifæri í miklum breytingum. Í stað þess að einblína á gjaldþrot og atvinnuleysi sá það von og nýja tíma. Allt í einu var fullt af hæfileikafólki á lausu. Þetta var kannski ekki óskastaða. Í það minnsta óskaði sér enginn þess að hér yrði hrun og að íslenskt samfélag lenti í þessum ógöngum. En það er auðvitað miklu betra að horfa á glasið hálffullt en hálftómt. Við getum öll rætt lengi um hvaða lærdóm við eigum að draga af hruninu og árunum sem leiddu okkur að því. Hins vegar er það alveg jafn merkileg spurning að spyrja okkur hvaða lærdóm við ætlum að draga af árunum eftir hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þróunin hefur lengi verið þannig að vinnuafl fari úr framleiðslugreinum yfir í þjónustustarfsemi. Þannig kemur fjölgun starfa í ferðaþjónustu í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru nokkuð sjálfsögð sannindi. Við vitum öll að eftir 2008 fækkaði störfum í mannvirkjagerð stórkostlega en hefðbundin íslensk störf í sjávarútvegi og landbúnaði héldu sér og vel það. Tíðindin eru hins vegar þau að það fór sem margir höfðu spáð í hruninu að það leysti ákveðinn kraft úr læðingi. Allt í einu var fjöldi hæfileikafólks á milli vita og margt af því vildi leita á ný mið. Að sjálfsögðu. Íslenskt efnahagslíf hafði á árunum fyrir hrun verið keyrt áfram á stóriðju og uppgangi bankanna. Fólk var misjafnlega lengi að jafna sig á hruninu en strax í byrjun árs 2009 varð til óformlegur klúbbur sem kallaðist Hugmyndaráðuneytið. Þar voru haldnir reglulegir fundir í rúmt ár. Einn af þeim sem sóttu þá fundi er Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, en það fyrirtæki var stofnað árið 2008. Hann sagði í viðtali við Markaðinn að meðal þáttakanda á þessum fundum Humyndaráðuneytisins hefði verið fólk sem stofnaði upp frá því ný fyrirtæki á borð við Oz, Clara, Gogogic, Meniga, Carbon Recycling International, Plain Vanilla og ReMake Electric. Allt eru það fyrirtæki sem ratað hafa í fréttir fyrir frábæran árangur á sínu sviði. „Þessi hópur var mjög miðaður við hugbúnaðargeirann en er hins vegar bara hluti af þessari gerjun sem átti sér stað á þessum tíma. Fjöldi annarra fyrirtækja hefur sprottið upp í hefðbundnum þjónustugeirum sem ég hef kannski ekki jafn góða innsýn í,“ sagði Hjálmar í vikunni. Fyrir þetta fólk markaði hrunið þáttaskil sem voru kannski byggð á neikvæðum grunni en urðu að jákvæðri uppbyggingu. Þetta eru einstaklingar sem sáu tækifæri í miklum breytingum. Í stað þess að einblína á gjaldþrot og atvinnuleysi sá það von og nýja tíma. Allt í einu var fullt af hæfileikafólki á lausu. Þetta var kannski ekki óskastaða. Í það minnsta óskaði sér enginn þess að hér yrði hrun og að íslenskt samfélag lenti í þessum ógöngum. En það er auðvitað miklu betra að horfa á glasið hálffullt en hálftómt. Við getum öll rætt lengi um hvaða lærdóm við eigum að draga af hruninu og árunum sem leiddu okkur að því. Hins vegar er það alveg jafn merkileg spurning að spyrja okkur hvaða lærdóm við ætlum að draga af árunum eftir hrun.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun