Undirstaða í feneysku þvottahúsi Bergsteinn skrifar 30. maí 2013 07:00 Er orðin pollróleg eftir eins og hálfs árs undirbúning. "Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum.“ Myndir/OCHR Verk Katrínar er staðsett við Zenobio-höllina í byggingu sem ber heitið Lavanderia og stendur á reit þvottahúss frá fyrri tímum. Þar hefur hún hannað og sett upp 90 fermetra upphækkaðan flöt með skreyttu yfirborði í anda barrokktímabilsins. Flöturinn flæðir út fyrir veggi byggingarinnar. Gestir geta gengið um flötinn innandyra sem utan, eða virt hann fyrir sér af þaki byggingarinnar þar sem þeir hafa yfirsýn yfir umfang verksins og margbrotin mynstur þess. Það var allt klappað og klárt þegar Fréttablaðið náði í Katrínu og ekki til í henni stress. „Verkið hefur verið eitt og hálft ár í undirbúningi og undanfarnir þrír mánuðir fóru í að setja það upp. Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum allan þann tíma en nú líður mér vel.“ Verkið er utan sýningarsvæðisins þar sem flestir þjóðarskálarnir eru en Katrín skoðaði um 40 hugsanlega sýningarstaði áður en hún valdi þennan. „Þetta er mjög magnaður og fallegur staður,“ segir hún. „Garðurinn og höllin fanga kjarna Feneyja mjög vel en um leið er hann mjög ólíkur þeim Feneyjum sem ferðamenn upplifa yfirleitt.“ Verkið sver sig í ætt við fyrri verk Katrínar þar sem unnið er með stærðarhlutföll og rými. „Mig langaði að búa til verk sem hægt væri að koma að úr mörgum áttum og upplifa innan frá, þannig að áhorfandinn er bæði í verkinu en um leið getur hann horft á sjálfan sig í verkinu,“ segir hún en verkið er líka nýstárlegt því þetta er í fyrsta sinn sem Katrín vinnur með arktitektúr í fullri stærð. Katrín segir verkið hafa sprottið út frá þeim möguleikum sem hún sá í rýminu en nú þegar verkið er tilbúið sjái hún á því ýmsa fleti sem voru ekki hluti af hinni upphaflegu frásögn. „Þegar ég horfi á verkið núna finnst mér eins og þessar tvær byggingar séu eins konar skel. Skel er híbýli lífs sem á endanum hverfur og þá stendur hún tóm eftir með sínu fallega yfirborði sem verður til í tímans rás í kringum lífið. Mér finnst eins og þetta sé að setja saman skeljar af tveimur dýrum, sem passa ekki alveg saman en gera það þó samt.“ Þótt innsetning Katrínar sé staðsett utan hins eiginlega sýningarsvæðis þar sem þjóðarskálarnir eru segir Katrín það ekki koma að sök. „Í Feneyjum eru fjarlægðir svo afstæðar. Fyrir þá sem rata er borgin lítil og stutt á milli staða en ef maður er ekki viss hvert maður er að fara er hægt að ganga í þrjá klukkutíma sama hringinn. En það er mjög auðvelt að komast í Zenobio-höllina frá garðinum þar sem þjóðarskálarnir eru, tekur ekki nema um tuttugu mínútur með bát.“ Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 24. nóvember. Í framhaldinu fer verkið á flakk, verður fyrst sýnt í Listasafni Reykjavíkur eftir áramót og síðar í SculptureCenter í New York. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Verk Katrínar er staðsett við Zenobio-höllina í byggingu sem ber heitið Lavanderia og stendur á reit þvottahúss frá fyrri tímum. Þar hefur hún hannað og sett upp 90 fermetra upphækkaðan flöt með skreyttu yfirborði í anda barrokktímabilsins. Flöturinn flæðir út fyrir veggi byggingarinnar. Gestir geta gengið um flötinn innandyra sem utan, eða virt hann fyrir sér af þaki byggingarinnar þar sem þeir hafa yfirsýn yfir umfang verksins og margbrotin mynstur þess. Það var allt klappað og klárt þegar Fréttablaðið náði í Katrínu og ekki til í henni stress. „Verkið hefur verið eitt og hálft ár í undirbúningi og undanfarnir þrír mánuðir fóru í að setja það upp. Ég er búin að taka stressið út í smáum skömmtum allan þann tíma en nú líður mér vel.“ Verkið er utan sýningarsvæðisins þar sem flestir þjóðarskálarnir eru en Katrín skoðaði um 40 hugsanlega sýningarstaði áður en hún valdi þennan. „Þetta er mjög magnaður og fallegur staður,“ segir hún. „Garðurinn og höllin fanga kjarna Feneyja mjög vel en um leið er hann mjög ólíkur þeim Feneyjum sem ferðamenn upplifa yfirleitt.“ Verkið sver sig í ætt við fyrri verk Katrínar þar sem unnið er með stærðarhlutföll og rými. „Mig langaði að búa til verk sem hægt væri að koma að úr mörgum áttum og upplifa innan frá, þannig að áhorfandinn er bæði í verkinu en um leið getur hann horft á sjálfan sig í verkinu,“ segir hún en verkið er líka nýstárlegt því þetta er í fyrsta sinn sem Katrín vinnur með arktitektúr í fullri stærð. Katrín segir verkið hafa sprottið út frá þeim möguleikum sem hún sá í rýminu en nú þegar verkið er tilbúið sjái hún á því ýmsa fleti sem voru ekki hluti af hinni upphaflegu frásögn. „Þegar ég horfi á verkið núna finnst mér eins og þessar tvær byggingar séu eins konar skel. Skel er híbýli lífs sem á endanum hverfur og þá stendur hún tóm eftir með sínu fallega yfirborði sem verður til í tímans rás í kringum lífið. Mér finnst eins og þetta sé að setja saman skeljar af tveimur dýrum, sem passa ekki alveg saman en gera það þó samt.“ Þótt innsetning Katrínar sé staðsett utan hins eiginlega sýningarsvæðis þar sem þjóðarskálarnir eru segir Katrín það ekki koma að sök. „Í Feneyjum eru fjarlægðir svo afstæðar. Fyrir þá sem rata er borgin lítil og stutt á milli staða en ef maður er ekki viss hvert maður er að fara er hægt að ganga í þrjá klukkutíma sama hringinn. En það er mjög auðvelt að komast í Zenobio-höllina frá garðinum þar sem þjóðarskálarnir eru, tekur ekki nema um tuttugu mínútur með bát.“ Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 24. nóvember. Í framhaldinu fer verkið á flakk, verður fyrst sýnt í Listasafni Reykjavíkur eftir áramót og síðar í SculptureCenter í New York.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira