Upptökur í 600 ára kastala Freyr Bjarnason skrifar 30. maí 2013 06:00 Jóhann hefur gefið út sína þriðju plötu, Headphones. fréttablaðið/anton Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com. Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com.
Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira