Viðskipti erlent

Moody´s setur Alcoa í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gær eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins.

Frekari lækkun er þó talin ólíkleg á næstunni, að sögn matsfyrirtækisins, eins og segir í frétt Bloomberg. Í fréttinni er vitnað í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrirtækisins fyrir árið 2013. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×