Kvikmyndahátíð barna í fyrsta sinn Álfrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, ætlar að gera Kvikmyndahátíð barna og unglinga að árvissum viðburði. Hátíðin er sett í dag. Fréttablaðið/gva „Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira