Á Dortmund einhverja möguleika? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 07:00 Súrt og enn súrara. Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. Mynd/afp „22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
„22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira