FM Belfast sendir frá sér glænýtt stuðlag Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. maí 2013 12:00 Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, segir þau vera á leiðinni í tónleikaflakk í sumar en þá verður barnapía með í för en meðlimir sveitarinnar eru allir komnir með börn. Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní. Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní.
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning