Dvalið í draumahöll borgarstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. maí 2013 12:00 Finnbogi Pétursson myndlistamaður. „Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira