Tvíhöfðabræður búa til glænýtt grín Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar. Fréttablaðið/Stefán „Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira