Kveðja af botninum Stígur Helgason skrifar 10. maí 2013 07:00 Vefsíðan Careercast hefur undanfarin ár lagst í ítarlega rannsókn á því hver séu bestu og verstu störf í hinum vestræna heimi. Á listanum eru 200 starfsstéttir og niðurstaðan byggir á fimm mælikvörðum; líkamlegum kröfum, vinnuumhverfi, álagi, launum og starfsöryggi. Heldur þótti mér væsa um mig og mína í fyrra, þegar ég sá að einungis fjórar stéttir af þeim 200 sem mynduðu listann voru taldar hafa það meira skítt en ég. Þær voru, í röð, starfsmenn á olíuborpöllum, hermenn, mjólkurbændur og svo sú aldaprasta: skógarhöggsmenn. Blaðamenn á dagblöðum voru næstir þar fyrir ofan, í sæti 196. Þessi staða skánaði ekki þegar nýr listi fyrir árið 2013 var gefinn út á dögunum. Nú vermi ég nefnilega botnsætið ásamt kollegum mínum. Ekkert starf er verra en það sem ég sinni – að minnsta kosti ekkert sem sérfræðivefur um atvinnumál telur þurfa að rannsaka. Þetta fundust mér nokkuð napurleg tíðindi en hugsaði að kannski væri staðan önnur á Íslandi. Annað kom í ljós í vikunni. Ný könnun sýnir að starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja eru óánægðastir allra Íslendinga í starfi sínu. Innan við fjórðungur þeirra telur vinnustað sínum vel stjórnað og þriðjungur hugsar í sífellu um að skipta um vinnu. Fregnir af þessu tagi mundu nú einhvers staðar kalla á að stjórnendur fyrirtækjanna sem um ræðir væru krafðir svara við því hvað þeim þætti um stöðuna, hvort þeir áttuðu sig á ástæðum hennar og hvernig þeir hygðust bregðast við. Það hefur hins vegar ekki verið gert, kannski af því að við fjölmiðlamenn erum svo brenndir af ásökunum um sjálfhverfu að við þorum ekki að kafa dýpra í málið. En það er svo sem ekki að merkja að eigendur og stjórnendur íslenskra fjölmiðla hafi af þessu óskaplegar áhyggjur. Enda allt eins líklegt að við séum bara svona kvartsár og vanþakklát; sjáum ofsjónum yfir mikilvægi okkar og kunnum ekki gott að meta, eða hvað? Það getur varla hafa verið svona ömurlegt að skrifa þennan pistil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun
Vefsíðan Careercast hefur undanfarin ár lagst í ítarlega rannsókn á því hver séu bestu og verstu störf í hinum vestræna heimi. Á listanum eru 200 starfsstéttir og niðurstaðan byggir á fimm mælikvörðum; líkamlegum kröfum, vinnuumhverfi, álagi, launum og starfsöryggi. Heldur þótti mér væsa um mig og mína í fyrra, þegar ég sá að einungis fjórar stéttir af þeim 200 sem mynduðu listann voru taldar hafa það meira skítt en ég. Þær voru, í röð, starfsmenn á olíuborpöllum, hermenn, mjólkurbændur og svo sú aldaprasta: skógarhöggsmenn. Blaðamenn á dagblöðum voru næstir þar fyrir ofan, í sæti 196. Þessi staða skánaði ekki þegar nýr listi fyrir árið 2013 var gefinn út á dögunum. Nú vermi ég nefnilega botnsætið ásamt kollegum mínum. Ekkert starf er verra en það sem ég sinni – að minnsta kosti ekkert sem sérfræðivefur um atvinnumál telur þurfa að rannsaka. Þetta fundust mér nokkuð napurleg tíðindi en hugsaði að kannski væri staðan önnur á Íslandi. Annað kom í ljós í vikunni. Ný könnun sýnir að starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja eru óánægðastir allra Íslendinga í starfi sínu. Innan við fjórðungur þeirra telur vinnustað sínum vel stjórnað og þriðjungur hugsar í sífellu um að skipta um vinnu. Fregnir af þessu tagi mundu nú einhvers staðar kalla á að stjórnendur fyrirtækjanna sem um ræðir væru krafðir svara við því hvað þeim þætti um stöðuna, hvort þeir áttuðu sig á ástæðum hennar og hvernig þeir hygðust bregðast við. Það hefur hins vegar ekki verið gert, kannski af því að við fjölmiðlamenn erum svo brenndir af ásökunum um sjálfhverfu að við þorum ekki að kafa dýpra í málið. En það er svo sem ekki að merkja að eigendur og stjórnendur íslenskra fjölmiðla hafi af þessu óskaplegar áhyggjur. Enda allt eins líklegt að við séum bara svona kvartsár og vanþakklát; sjáum ofsjónum yfir mikilvægi okkar og kunnum ekki gott að meta, eða hvað? Það getur varla hafa verið svona ömurlegt að skrifa þennan pistil?
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun