Fékk ljósmyndaverðlaun í Dubai Freyr Bjarnason skrifar 8. maí 2013 08:00 Oscar tekur við verðlaununum fyrir ljósmynd sína úr höndum Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai. „Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira