Frekur flugvöllur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2013 09:00 Á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um Reykjavíkurflugvöll, sem var undirritað fyrir helgi, eru ýmsir jákvæðir fletir. Með því að fækka flugbrautum um eina (sem var nánast ekkert notuð) græðir borgin dýrmætt byggingarland á eftirsóttasta stað. Sömuleiðis verður bætt úr herfilegu aðstöðuleysi á flugvellinum með nýrri flugstöð. Svo lengi sem miðstöð innanlandsflugsins er í Vatnsmýrinni, þarf aðstaða farþeganna að vera í lagi. Hins vegar blasir við að sambúð flugvallarins og borgarinnar verður æ erfiðari. Til að liðka fyrir samkomulaginu um byggingarlandið féllust borgaryfirvöld í Reykjavík á mjög svo umdeilanlegar kröfur ríkisvaldsins, annars vegar um að saga niður elzta skóginn í Öskjuhlíð og hins vegar um að reisa skelfilega ljót og fyrirferðarmikil lendingarljós á útivistarsvæðinu við Skerjafjörð. Fulltrúar meirihlutans og Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði féllust á þetta á fundi fyrr í mánuðinum, en vildu þó „árétta að umhverfis flugvöllinn eru mikilvæg útivistarsvæði sem brýnt er að vernda“. Hvernig getur það talizt vernd útivistarsvæðis að fella einn elzta og grózkumesta skóginn í borginni? Á sama fundi bókuðu tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, meðal annars að flugmálayfirvöld hefðu verið treg til að viðurkenna að flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um öryggismál. „En kröfur þeirra um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíðinni sem nú vakna upp á ný og umfangsmikil lendingarljós á Ægisíðunni færa Reykvíkingum heim sanninn um að flugvöllurinn er of frekur í umhverfi sínu í miðborg Reykjavíkur. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallaryfirvöld reyndu að fá þau í gegn.“ Þetta er mikilvægt atriði í umræðum um það hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Finnst borgarbúum upp til hópa í lagi að ganga á náttúruna og möguleika þeirra til útivistar í þágu innanlandsflugsins? Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, andmælti fellingu skógarins í Öskjuhlíð harðlega í frétt í vefútgáfu Fréttablaðsins í gær. Hann bendir á að það sé ekki nauðsynlegt að fella trén. Málið snúist fremur um að takmarka geti þurft fjölda farþega og þyngd farms í flugvélum sem taka á loft í átt að Öskjuhlíðinni. Það komi hins vegar niður á hagkvæmni. Full ástæða er til að spyrja hvers vegna fara eigi þá leið að spilla útivistarsvæðum borgarbúa, fremur en að setja slíkar takmarkanir og hlífa skóginum. Það er sömuleiðis tilefni til að setja spurningarmerki við að fulltrúar flokksins sem kennir sig við umhverfisvernd, Vinstri grænna, hafi séð ástæðu til þess að standa að þessum samþykktum, bæði hjá ríki og borg. Er þetta umhverfisverndarpólitík? Eða er kannski í lagi að saga niður stærstu trén í Öskjuhlíðinni af því að þau eru af útlendum tegundum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um Reykjavíkurflugvöll, sem var undirritað fyrir helgi, eru ýmsir jákvæðir fletir. Með því að fækka flugbrautum um eina (sem var nánast ekkert notuð) græðir borgin dýrmætt byggingarland á eftirsóttasta stað. Sömuleiðis verður bætt úr herfilegu aðstöðuleysi á flugvellinum með nýrri flugstöð. Svo lengi sem miðstöð innanlandsflugsins er í Vatnsmýrinni, þarf aðstaða farþeganna að vera í lagi. Hins vegar blasir við að sambúð flugvallarins og borgarinnar verður æ erfiðari. Til að liðka fyrir samkomulaginu um byggingarlandið féllust borgaryfirvöld í Reykjavík á mjög svo umdeilanlegar kröfur ríkisvaldsins, annars vegar um að saga niður elzta skóginn í Öskjuhlíð og hins vegar um að reisa skelfilega ljót og fyrirferðarmikil lendingarljós á útivistarsvæðinu við Skerjafjörð. Fulltrúar meirihlutans og Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði féllust á þetta á fundi fyrr í mánuðinum, en vildu þó „árétta að umhverfis flugvöllinn eru mikilvæg útivistarsvæði sem brýnt er að vernda“. Hvernig getur það talizt vernd útivistarsvæðis að fella einn elzta og grózkumesta skóginn í borginni? Á sama fundi bókuðu tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, meðal annars að flugmálayfirvöld hefðu verið treg til að viðurkenna að flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um öryggismál. „En kröfur þeirra um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíðinni sem nú vakna upp á ný og umfangsmikil lendingarljós á Ægisíðunni færa Reykvíkingum heim sanninn um að flugvöllurinn er of frekur í umhverfi sínu í miðborg Reykjavíkur. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallaryfirvöld reyndu að fá þau í gegn.“ Þetta er mikilvægt atriði í umræðum um það hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Finnst borgarbúum upp til hópa í lagi að ganga á náttúruna og möguleika þeirra til útivistar í þágu innanlandsflugsins? Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, andmælti fellingu skógarins í Öskjuhlíð harðlega í frétt í vefútgáfu Fréttablaðsins í gær. Hann bendir á að það sé ekki nauðsynlegt að fella trén. Málið snúist fremur um að takmarka geti þurft fjölda farþega og þyngd farms í flugvélum sem taka á loft í átt að Öskjuhlíðinni. Það komi hins vegar niður á hagkvæmni. Full ástæða er til að spyrja hvers vegna fara eigi þá leið að spilla útivistarsvæðum borgarbúa, fremur en að setja slíkar takmarkanir og hlífa skóginum. Það er sömuleiðis tilefni til að setja spurningarmerki við að fulltrúar flokksins sem kennir sig við umhverfisvernd, Vinstri grænna, hafi séð ástæðu til þess að standa að þessum samþykktum, bæði hjá ríki og borg. Er þetta umhverfisverndarpólitík? Eða er kannski í lagi að saga niður stærstu trén í Öskjuhlíðinni af því að þau eru af útlendum tegundum?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun