Leiklistarbakterían fjölskylduveira Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2013 07:00 Róbert Óliver Gíslason hefur smitast af leiklistarbakteríunni frá foreldrum sínum, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, en hann heldur til Los Angeles í leiklistarnám í haust. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira