Ég þarf enga hjálp 23. apríl 2013 06:00 Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og Franck Ribery hjá Bayern verða í lykilhlutverkum í kvöld.nordicphotos/afp Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira