Margrét Thatcher, konur og við hin Mikael Torfason skrifar 17. apríl 2013 06:30 Kvenkyns stjórnendur eru með 188 þúsund krónum lægri laun en karlar samkvæmt launakönnun Hagstofu Íslands. Vinnutíminn er svipaður, segir í könnuninni, en samt fá karlarnir 964 þúsund að meðaltali á mánuði en konurnar 745 þúsund. Þetta er hinn svokallaði óútskýrði launamunur sem okkur gengur hægt að útrýma þrátt fyrir góð fyrirheit. Á toppi metsölulista New York Times trónir nú bókin Lean In eftir Sheryl Sandberg. Hún er ein af æðstu stjórnendum Facebook, en áður hún byrjaði þar tók hún þátt í að gera Google að stórveldi. Samkvæmt lista Forbes eitthvert árið var hún sögð fimmta valdamesta kona veraldar. Bókin er gott innlegg í umræðu um jafnréttismál og ætti að vera skyldulesning fyrir sem flesta, bæði karla og konur. Sandberg hefur fengið á sig svipaða gagnrýni og flestar konur sem ná mjög langt. Hún er sögð óvægin og hörð af sér. Henni finnst konur almennt ekki taka það sem þeim ber af ótta við dóm samfélagsins. Og dómur samfélagsins er harður. Þegar Sheryl stýrði innkomu Facebook á hlutabréfamarkað skrifaði New York Times að hún hefði verið „heppin“ og haft „valdamikla lærifeður“. Þetta hefði ekki verið skrifað ef Sheryl væri karl. Við dæmum kvenkyns stjórnendur miklu harðar en karlmenn í sömu stöðu, segir Sheryl. Þannig er oft illa talað um Margréti Thatcher hér heima en það er rekinn sérstakur Churchill-klúbbur til að rækta minningu þess fyllirafts. Við tölum um kænsku hans og hörku þegar hann hrifsaði völdin af Chamberlain og sigraði nasista Þýskalands. Thatcher var hins vegar heppin þegar hún bjargaði sér með Falklandseyjastríði og uppnefnd járnfrúin fyrir að taka af skarið í mörgum málum. Nú í miðri kosningabaráttu tala margir vel um Katrínu Jakobsdóttur. Hún þykir koma geysilega vel fyrir og er kurteis og góð stúlka. Beið meira að segja þar til Steingrímur J. Sigfússon stóð loksins upp fyrir henni og bauð henni formannssætið. Ætli við myndum tala jafnvel um Katrínu Jakobsdóttur ef hún hefði sýnt frumkvæði og ýtt Steingrími til hliðar? Fólki líkar illa við konur sem taka af skarið. Í bók Sandberg vitnar hún í rannsókn sem gerð var í háskóla í Bandaríkjunum. Rannsakendur skrifuðu upp sögu konu sem naut mikillar velgengni sem frumkvöðull í viðskiptum. Þau kynntu sögu hennar fyrir tveimur hópum og sögðu öðrum hópnum að konan væri karl. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri frábær karl en í hinum kynntist hópurinn leiðinlegri og frekri konu. Við erum komin skammt á veg eins og launamunur kynjanna sýnir svo glögglega. Um helgina beið önnur íslensk stjórnmálakona eftir að karl byði henni sætið sitt. Fólki mun líka vel við hana þegar hann stendur loks upp fyrir henni. Hrifsi hún til sín sætið munu íslenskir kjósendur líklega uppnefna hana og finnast hún frek og leiðinleg. Þessu verðum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Kvenkyns stjórnendur eru með 188 þúsund krónum lægri laun en karlar samkvæmt launakönnun Hagstofu Íslands. Vinnutíminn er svipaður, segir í könnuninni, en samt fá karlarnir 964 þúsund að meðaltali á mánuði en konurnar 745 þúsund. Þetta er hinn svokallaði óútskýrði launamunur sem okkur gengur hægt að útrýma þrátt fyrir góð fyrirheit. Á toppi metsölulista New York Times trónir nú bókin Lean In eftir Sheryl Sandberg. Hún er ein af æðstu stjórnendum Facebook, en áður hún byrjaði þar tók hún þátt í að gera Google að stórveldi. Samkvæmt lista Forbes eitthvert árið var hún sögð fimmta valdamesta kona veraldar. Bókin er gott innlegg í umræðu um jafnréttismál og ætti að vera skyldulesning fyrir sem flesta, bæði karla og konur. Sandberg hefur fengið á sig svipaða gagnrýni og flestar konur sem ná mjög langt. Hún er sögð óvægin og hörð af sér. Henni finnst konur almennt ekki taka það sem þeim ber af ótta við dóm samfélagsins. Og dómur samfélagsins er harður. Þegar Sheryl stýrði innkomu Facebook á hlutabréfamarkað skrifaði New York Times að hún hefði verið „heppin“ og haft „valdamikla lærifeður“. Þetta hefði ekki verið skrifað ef Sheryl væri karl. Við dæmum kvenkyns stjórnendur miklu harðar en karlmenn í sömu stöðu, segir Sheryl. Þannig er oft illa talað um Margréti Thatcher hér heima en það er rekinn sérstakur Churchill-klúbbur til að rækta minningu þess fyllirafts. Við tölum um kænsku hans og hörku þegar hann hrifsaði völdin af Chamberlain og sigraði nasista Þýskalands. Thatcher var hins vegar heppin þegar hún bjargaði sér með Falklandseyjastríði og uppnefnd járnfrúin fyrir að taka af skarið í mörgum málum. Nú í miðri kosningabaráttu tala margir vel um Katrínu Jakobsdóttur. Hún þykir koma geysilega vel fyrir og er kurteis og góð stúlka. Beið meira að segja þar til Steingrímur J. Sigfússon stóð loksins upp fyrir henni og bauð henni formannssætið. Ætli við myndum tala jafnvel um Katrínu Jakobsdóttur ef hún hefði sýnt frumkvæði og ýtt Steingrími til hliðar? Fólki líkar illa við konur sem taka af skarið. Í bók Sandberg vitnar hún í rannsókn sem gerð var í háskóla í Bandaríkjunum. Rannsakendur skrifuðu upp sögu konu sem naut mikillar velgengni sem frumkvöðull í viðskiptum. Þau kynntu sögu hennar fyrir tveimur hópum og sögðu öðrum hópnum að konan væri karl. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri frábær karl en í hinum kynntist hópurinn leiðinlegri og frekri konu. Við erum komin skammt á veg eins og launamunur kynjanna sýnir svo glögglega. Um helgina beið önnur íslensk stjórnmálakona eftir að karl byði henni sætið sitt. Fólki mun líka vel við hana þegar hann stendur loks upp fyrir henni. Hrifsi hún til sín sætið munu íslenskir kjósendur líklega uppnefna hana og finnast hún frek og leiðinleg. Þessu verðum við að breyta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun