Byggir litla heima í kringum lög frænku Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 14. apríl 2013 21:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira