Menn ofar málefnum Stígur Helgason skrifar 10. apríl 2013 07:00 Kosningar eru í aðsigi og það er sem við manninn mælt að hver klisjusvolinn á fætur öðrum er byrjaður að kappjórtra gömlu tugguna um að við eigum „að fara í boltann en ekki í manninn" – annað sé svo ómálefnalegt. Hvílíkt bull. Sjálfur nenni ég ekki að lesa stefnuskrár framboða nema eins og starfið krefst af mér. Ég veit af fenginni reynslu að helmingur þeirra verður eftir á klippiborðinu þegar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar er límd saman og hinn helmingurinn vill svo vatnast út og oftar en ekki drukkna í kjaftaflóði í þinglok. Nei, ég læt boltann eiga sig og fer beint í manninn; ég hlusta á fólk tala, horfi í augun á því og hugsa: er þessi manneskja skynsöm, hreinskilin, skelegg, staðföst? Eða hviklyndur og sérplæginn amlóði og vitleysingur í þokkabót? Er hún sammála mér? Treysti ég henni? Og umfram allt: hvernig mun hún bregðast við öllum þeim óvæntu viðfangsefnum sem kjörtímabilið snýst jú mestallt um að leysa? Ég þykist yfirleitt sjá það fljótlega. Það er samt ekki þar með sagt að skoðun mín á fólki sé klöppuð í stein til eilífðarnóns. Lengi hélt ég til dæmis að tiltekinn maður væri hálfviti. Sá dómur byggði á því þegar við samstarfsmennirnir vorum að ferja stóreflis þökurúllur þvert yfir vinnusvæði á Kringlumýrarbrautinni sumarið 2004, frekar en 2005, sem varð til þess að viðkomandi neyddist til að hægja ívið á jeppanum sínum. Hann gerði gott betur en það, stöðvaði, skrúfaði niður rúðuna og æpti, ekki jafnfögrum tóni og vænta mátti, að við værum „helvítis hommatittir". Það var ekki vel meint. Hélt svo sína leið undan flauti bílanna sem höfðu raðast upp á eftir honum. Síðan hefur mér vitaskuld lærst að Geir Ólafsson er gæðablóð og toppmaður – þótt hann hafi kannski ekki verið upp á sitt sprækasta þennan bjarta dag sem var svo sólríkur alls staðar nema í hjartanu á honum. Boðskapur þessarar dæmisögu er sá að þeir pólitíkusar sem hafa gengið fram af mér, sumir ítrekað, með kolgölnu rugli geta enn bjargað ærunni, einna helst með því að fara sómasamlega með Hamraborgina og mæta vel á Valsleiki. Nú, svo er mér líka fjarska annt um að leiðtogar lífs míns tali vandað og fallegt mál (og noti ekki sífellt frasa á borð við „að fara í boltann en ekki manninn") og gæti allt eins látið það ráða afstöðu minni. Þá bregður svo við að tveir flokksformenn hafa numið íslensku á háskólastigi. Og bara annar þeirra er í mínu kjördæmi. Heppinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Stígur Helgason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Kosningar eru í aðsigi og það er sem við manninn mælt að hver klisjusvolinn á fætur öðrum er byrjaður að kappjórtra gömlu tugguna um að við eigum „að fara í boltann en ekki í manninn" – annað sé svo ómálefnalegt. Hvílíkt bull. Sjálfur nenni ég ekki að lesa stefnuskrár framboða nema eins og starfið krefst af mér. Ég veit af fenginni reynslu að helmingur þeirra verður eftir á klippiborðinu þegar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar er límd saman og hinn helmingurinn vill svo vatnast út og oftar en ekki drukkna í kjaftaflóði í þinglok. Nei, ég læt boltann eiga sig og fer beint í manninn; ég hlusta á fólk tala, horfi í augun á því og hugsa: er þessi manneskja skynsöm, hreinskilin, skelegg, staðföst? Eða hviklyndur og sérplæginn amlóði og vitleysingur í þokkabót? Er hún sammála mér? Treysti ég henni? Og umfram allt: hvernig mun hún bregðast við öllum þeim óvæntu viðfangsefnum sem kjörtímabilið snýst jú mestallt um að leysa? Ég þykist yfirleitt sjá það fljótlega. Það er samt ekki þar með sagt að skoðun mín á fólki sé klöppuð í stein til eilífðarnóns. Lengi hélt ég til dæmis að tiltekinn maður væri hálfviti. Sá dómur byggði á því þegar við samstarfsmennirnir vorum að ferja stóreflis þökurúllur þvert yfir vinnusvæði á Kringlumýrarbrautinni sumarið 2004, frekar en 2005, sem varð til þess að viðkomandi neyddist til að hægja ívið á jeppanum sínum. Hann gerði gott betur en það, stöðvaði, skrúfaði niður rúðuna og æpti, ekki jafnfögrum tóni og vænta mátti, að við værum „helvítis hommatittir". Það var ekki vel meint. Hélt svo sína leið undan flauti bílanna sem höfðu raðast upp á eftir honum. Síðan hefur mér vitaskuld lærst að Geir Ólafsson er gæðablóð og toppmaður – þótt hann hafi kannski ekki verið upp á sitt sprækasta þennan bjarta dag sem var svo sólríkur alls staðar nema í hjartanu á honum. Boðskapur þessarar dæmisögu er sá að þeir pólitíkusar sem hafa gengið fram af mér, sumir ítrekað, með kolgölnu rugli geta enn bjargað ærunni, einna helst með því að fara sómasamlega með Hamraborgina og mæta vel á Valsleiki. Nú, svo er mér líka fjarska annt um að leiðtogar lífs míns tali vandað og fallegt mál (og noti ekki sífellt frasa á borð við „að fara í boltann en ekki manninn") og gæti allt eins látið það ráða afstöðu minni. Þá bregður svo við að tveir flokksformenn hafa numið íslensku á háskólastigi. Og bara annar þeirra er í mínu kjördæmi. Heppinn.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun