Kosningaloforðin eru rétt að byrja Mikael Torfason skrifar 4. apríl 2013 07:00 Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þetta eru allt stórtíðindi og það verður hart barist á næstu vikum. Mjög margir kjósendur eru enn óákveðnir og fylgið virðist vera á floti. Um tuttugu þúsund nýir kjósendur eru á kjörskrá og kannanir benda til að sá kjósendahópur sé ekkert endilega hallur undir stóru flokkana. Þannig myndu Píratar fá örugga fimm þingmenn, samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, ef atkvæði nýrra kjósenda fengju að ráða. Þegar allir kjósendur eru annars vegar ná Píratar ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nærri þriðjungur kjósenda í síðustu alþingiskosningum ákvað hvað hann ætlaði að kjósa á sjálfan kjördag. Þetta kemur fram í frétt á blaðsíðu 6 í Fréttablaðinu í dag. Fastafylgi stóru flokkanna er ekki eins tryggt og það hefur verið. Í dag er miklu meiri hreyfing á fylgi flokka, að því er virðist. Það verður því hart barist um óákveðnu atkvæðin á næstu þremur vikum. Líklega verður það gert með stóryrtum loforðum. Forsvarsfólk flokkanna á eftir að lofa meiru og meiru næstu vikur. Það eru litlar líkur á að hér fari fram umræða um hófsamar og skynsamlegar lausnir á málefnum þjóðarinnar. Miklu líklegra er að umræðan fari fram í stærri og stærri yfirlýsingum. Stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum er líka sá flokkur sem hefur lofað mestu. Um þriðjungur kjósenda segist ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann mælist stærstur. Andstæðingar væna flokkinn um lýðskrum og segja kosningaloforðin allt of stór. Stuðningsmenn formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, svara því til að þeirra maður hafi staðið í lappirnar í Icesave-málinu. Hann virðist eiga fullt inni hjá þjóðinni sem var sammála honum þegar kom að því að hafna Icesave-samningnum. Það gerði fólk þrátt fyrir spár um að Ísland yrði að Kúbu norðursins ef ekki yrði samið. Það er því ekki nema von að nærri þriðjungur þjóðarinnar yppi öxlum þegar sérfræðingar segja að kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir heimilanna muni velta hér öllu á hliðina. Fólk hefur misst traust á slíkum yfirlýsingum og veit fyrir víst að ástarbréfaviðskipti Seðlabanka til dæmis og endurreisn bankakerfisins kostuðu okkur meira en tillögur Framsóknar eiga að kosta. Litlar líkur eru á að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fatist flugið á næstu þremur vikum. Við eigum samt eftir að sjá hvernig fylgi hans mun sveiflast á næstu vikum þegar aðrir flokkar byrja að lofa meiru og meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þetta eru allt stórtíðindi og það verður hart barist á næstu vikum. Mjög margir kjósendur eru enn óákveðnir og fylgið virðist vera á floti. Um tuttugu þúsund nýir kjósendur eru á kjörskrá og kannanir benda til að sá kjósendahópur sé ekkert endilega hallur undir stóru flokkana. Þannig myndu Píratar fá örugga fimm þingmenn, samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, ef atkvæði nýrra kjósenda fengju að ráða. Þegar allir kjósendur eru annars vegar ná Píratar ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nærri þriðjungur kjósenda í síðustu alþingiskosningum ákvað hvað hann ætlaði að kjósa á sjálfan kjördag. Þetta kemur fram í frétt á blaðsíðu 6 í Fréttablaðinu í dag. Fastafylgi stóru flokkanna er ekki eins tryggt og það hefur verið. Í dag er miklu meiri hreyfing á fylgi flokka, að því er virðist. Það verður því hart barist um óákveðnu atkvæðin á næstu þremur vikum. Líklega verður það gert með stóryrtum loforðum. Forsvarsfólk flokkanna á eftir að lofa meiru og meiru næstu vikur. Það eru litlar líkur á að hér fari fram umræða um hófsamar og skynsamlegar lausnir á málefnum þjóðarinnar. Miklu líklegra er að umræðan fari fram í stærri og stærri yfirlýsingum. Stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum er líka sá flokkur sem hefur lofað mestu. Um þriðjungur kjósenda segist ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann mælist stærstur. Andstæðingar væna flokkinn um lýðskrum og segja kosningaloforðin allt of stór. Stuðningsmenn formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, svara því til að þeirra maður hafi staðið í lappirnar í Icesave-málinu. Hann virðist eiga fullt inni hjá þjóðinni sem var sammála honum þegar kom að því að hafna Icesave-samningnum. Það gerði fólk þrátt fyrir spár um að Ísland yrði að Kúbu norðursins ef ekki yrði samið. Það er því ekki nema von að nærri þriðjungur þjóðarinnar yppi öxlum þegar sérfræðingar segja að kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir heimilanna muni velta hér öllu á hliðina. Fólk hefur misst traust á slíkum yfirlýsingum og veit fyrir víst að ástarbréfaviðskipti Seðlabanka til dæmis og endurreisn bankakerfisins kostuðu okkur meira en tillögur Framsóknar eiga að kosta. Litlar líkur eru á að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fatist flugið á næstu þremur vikum. Við eigum samt eftir að sjá hvernig fylgi hans mun sveiflast á næstu vikum þegar aðrir flokkar byrja að lofa meiru og meiru.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun