Ætlar að selja fimm hundruð bækur Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 12:00 Guðmundur Breiðfjörð. "Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira