Átt þú 750 þúsund kall á lausu? Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Sprotafyrirtæki eru eins og smábörn. Pólitíkusar keppast við að faðma þau í kosningaherferðum, hjúfra sig þétt upp að þeim sé blaðaljósmyndari nálægur og hampa þeim á tyllidögum með stórum orðum um að þar fari framtíðin sem hlúa verði að. En þegar kosningabaráttunni lýkur, ljósmyndarinn fer heim, fánar liggja eins og hráviði innan um gulnaðar majónesídýfur á kosningaskrifstofum er sem öllum standi á sama um framtíðina. Því hún er ekki jafnhávær og fortíðin, hún á sér ekki jafnágenga talsmenn og hagsmunahóparnir sem berja niður hurð Alþingis, hún á engan pening og hefur engin völd. Í síðustu viku bárust fréttir af því að lagafrumvarp sem ætlað er að taka á kennitöluflakki sé farið til þingflokka stjórnarflokkanna og stefnt sé að því að afgreiða það fyrir þinglok. Málið hljómar hið sakleysislegasta. Hver getur verið á móti því að tekið sé á kennitöluflakki? Það væri eins og að hafa eitthvað á móti hvolpum. En frumvarpið er úlfur í sauðargæru.Klinkkrúsirnar tæmdar Ég hugðist einu sinni stofna fyrirtæki í formi einkahlutafélags. Í ljós kom að slíkt er enginn hægðarleikur. Til að mega stofna einkahlutafélag hér á landi þarf maður nefnilega að eiga hálfa milljón króna til að leggja félaginu til í formi hlutafjár. Ég átti auðvitað enga hálfa milljón. En með því að tæma allar klinkkrúsir heimilisins, sníkja lán af fjölskyldu og fá inn hluthafa í félagið sem lögðu því til fjármuni tókst að endingu að uppfylla skilyrði ríkisvaldsins. Og nú á að gera fólki enn erfiðara fyrir. Í nóvember síðastliðnum setti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á fót starfshóp sem útbúa átti tillögur að fyrrnefndum lagabreytingum. Er niðurstaða hópsins sú að til að taka á óprúttnum kennitöluflökkurum skuli lágmarkshlutafé einkahlutafélaga hækkað. Til stendur að hækka það upp í 750.000 krónur. Sjaldan hefur frasinn "að henda út barninu með baðvatninu" verið jafnviðeigandi. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvernig þessi breyting kemur í veg fyrir kennitöluflakk; þeir sem það stunda eru einmitt öðrum mönnum lunknari við að hirða eignir úr gömlum fyrirtækjum og nota sem hlutafé í nýju félagi en skilja skuldirnar eftir í því gamla – en það er jú einmitt skilgreiningin á kennitöluflakki. 250.000 krónur til eða frá breyta engu fyrir þessa tilteknu aðila. Í öðru lagi má halda því fram að aðgerðin sé ein alvarlegasta aðför að sprotastarfsemi hér á landi sem sést hefur um langa hríð.Rangar fullyrðingar í greinargerð Nú þegar er staðan sú að það er aðeins á færi þeirra efnameiri að stofna fyrirtæki hér á landi, þeirra sem eiga hálfa milljón á lausu. Nokkrum árum eftir að mér tókst með herkjum að skrapa saman nægum fjármunum til að stofna einkahlutafélag á Íslandi kom ég að stofnun sams konar félags í Bretlandi. Þar var krafa um lágmarkshlutafé engin. Núll krónur. Og þannig er þessu háttað mjög víða. En hvers vegna kemst starfshópur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þá að þeirri niðurstöðu að góð hugmynd sé að gera auknar kröfur um hlutafé hér á landi þegar kröfurnar eru nú þegar meiri en gengur og gerist víða í nágrannaríkjunum? Helstu rökin sem finna má í greinargerð hópsins virðast vera þau að svona sé þetta í Noregi og Danmörku. Í greinargerðinni segir að í Danmörku sé krafan um lágmarkshlutafé við stofnun einkahlutafélags 80.000 danskar krónur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna og í Noregi sé hún 100.000 norskar krónur eða um 2,2 milljónir íslenskra króna. Af hverju hópurinn vill að Íslendingar taki mið af þeim tveimur löndum Evrópu sem krefjast hvað hæstrar upphæðar þegar kemur að lágmarkshlutafé einkahlutafélaga er engin leið að segja. Það er hins vegar öllu vandræðalegra að þegar tölurnar sem nefndin byggir niðurstöðu sína á eru skoðaðar kemur í ljós að þær eru ekki réttar. Krafa um lágmarkshlutafé í Danmörku er vissulega 80.000 danskar krónur en hún er ekki nema 30.000 norskar krónur í Noregi sem er ekki ósvipuð upphæð og nú er krafist á Íslandi.Sviptur titlinum Um helgina fór fram frumkvöðlakeppnin Gulleggið en markmið hennar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Aldrei hefur áhugi fyrir keppninni verið meiri en 530 frumkvöðlar sóttu um að taka þátt. Þeirra djörfu sála sem hyggjast gera alvöru úr hugmyndum sínum í kjölfar keppninnar bíður mikil vinna, áhyggjur og andvökunætur. Því fyrirtækjarekstur er í fæstum tilfellum dans á rósum. En fyrirtæki eru fjöregg atvinnulífsins. Þau skapa atvinnu og tekjur í ríkiskassann. Í stað þess að leggja stein í götu þeirra 530 frumkvöðla sem sóttu um í Gulleggið væri nær að auðvelda þeim lífið. Í stað þess að hækka lágmarkshlutafé einkahlutafélaga í 750.000 krónur ætti hreinlega að fara að fordæmi landa á borð við Bretland, Þýskaland, Frakkland, Írland og Bandaríkin og fella það niður. Og ekki nóg með það. Á Íslandi kostar 130.500 krónur að stofna og skrá einkahlutafélag. Það er 11% hærra en í Noregi, 785% hærra en í Danmörku, 380% hærra en í Bretlandi og 53% hærra en í Bandaríkjunum. Til að tryggja að það sé á allra færi að spreyta sig á fyrirtækjarekstri, til að hvetja til nýsköpunar frekar en að standa í vegi fyrir henni, ætti að lækka þennan kostnað eins mikið og auðið er. Það væri glapræði af Alþingi að samþykkja umræddar breytingar á hlutafélagalögum, hugsunarlaust og í blindni í þeim ys sem ríkir á þinginu á þessum síðustu starfsdögum þess. Og það ætti að svipta atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra nýsköpunarhluta titils síns fyrir það að leggja fram þessa illa ígrunduðu hugmynd sem er nýsköpun hreinlega skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sprotafyrirtæki eru eins og smábörn. Pólitíkusar keppast við að faðma þau í kosningaherferðum, hjúfra sig þétt upp að þeim sé blaðaljósmyndari nálægur og hampa þeim á tyllidögum með stórum orðum um að þar fari framtíðin sem hlúa verði að. En þegar kosningabaráttunni lýkur, ljósmyndarinn fer heim, fánar liggja eins og hráviði innan um gulnaðar majónesídýfur á kosningaskrifstofum er sem öllum standi á sama um framtíðina. Því hún er ekki jafnhávær og fortíðin, hún á sér ekki jafnágenga talsmenn og hagsmunahóparnir sem berja niður hurð Alþingis, hún á engan pening og hefur engin völd. Í síðustu viku bárust fréttir af því að lagafrumvarp sem ætlað er að taka á kennitöluflakki sé farið til þingflokka stjórnarflokkanna og stefnt sé að því að afgreiða það fyrir þinglok. Málið hljómar hið sakleysislegasta. Hver getur verið á móti því að tekið sé á kennitöluflakki? Það væri eins og að hafa eitthvað á móti hvolpum. En frumvarpið er úlfur í sauðargæru.Klinkkrúsirnar tæmdar Ég hugðist einu sinni stofna fyrirtæki í formi einkahlutafélags. Í ljós kom að slíkt er enginn hægðarleikur. Til að mega stofna einkahlutafélag hér á landi þarf maður nefnilega að eiga hálfa milljón króna til að leggja félaginu til í formi hlutafjár. Ég átti auðvitað enga hálfa milljón. En með því að tæma allar klinkkrúsir heimilisins, sníkja lán af fjölskyldu og fá inn hluthafa í félagið sem lögðu því til fjármuni tókst að endingu að uppfylla skilyrði ríkisvaldsins. Og nú á að gera fólki enn erfiðara fyrir. Í nóvember síðastliðnum setti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á fót starfshóp sem útbúa átti tillögur að fyrrnefndum lagabreytingum. Er niðurstaða hópsins sú að til að taka á óprúttnum kennitöluflökkurum skuli lágmarkshlutafé einkahlutafélaga hækkað. Til stendur að hækka það upp í 750.000 krónur. Sjaldan hefur frasinn "að henda út barninu með baðvatninu" verið jafnviðeigandi. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvernig þessi breyting kemur í veg fyrir kennitöluflakk; þeir sem það stunda eru einmitt öðrum mönnum lunknari við að hirða eignir úr gömlum fyrirtækjum og nota sem hlutafé í nýju félagi en skilja skuldirnar eftir í því gamla – en það er jú einmitt skilgreiningin á kennitöluflakki. 250.000 krónur til eða frá breyta engu fyrir þessa tilteknu aðila. Í öðru lagi má halda því fram að aðgerðin sé ein alvarlegasta aðför að sprotastarfsemi hér á landi sem sést hefur um langa hríð.Rangar fullyrðingar í greinargerð Nú þegar er staðan sú að það er aðeins á færi þeirra efnameiri að stofna fyrirtæki hér á landi, þeirra sem eiga hálfa milljón á lausu. Nokkrum árum eftir að mér tókst með herkjum að skrapa saman nægum fjármunum til að stofna einkahlutafélag á Íslandi kom ég að stofnun sams konar félags í Bretlandi. Þar var krafa um lágmarkshlutafé engin. Núll krónur. Og þannig er þessu háttað mjög víða. En hvers vegna kemst starfshópur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þá að þeirri niðurstöðu að góð hugmynd sé að gera auknar kröfur um hlutafé hér á landi þegar kröfurnar eru nú þegar meiri en gengur og gerist víða í nágrannaríkjunum? Helstu rökin sem finna má í greinargerð hópsins virðast vera þau að svona sé þetta í Noregi og Danmörku. Í greinargerðinni segir að í Danmörku sé krafan um lágmarkshlutafé við stofnun einkahlutafélags 80.000 danskar krónur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna og í Noregi sé hún 100.000 norskar krónur eða um 2,2 milljónir íslenskra króna. Af hverju hópurinn vill að Íslendingar taki mið af þeim tveimur löndum Evrópu sem krefjast hvað hæstrar upphæðar þegar kemur að lágmarkshlutafé einkahlutafélaga er engin leið að segja. Það er hins vegar öllu vandræðalegra að þegar tölurnar sem nefndin byggir niðurstöðu sína á eru skoðaðar kemur í ljós að þær eru ekki réttar. Krafa um lágmarkshlutafé í Danmörku er vissulega 80.000 danskar krónur en hún er ekki nema 30.000 norskar krónur í Noregi sem er ekki ósvipuð upphæð og nú er krafist á Íslandi.Sviptur titlinum Um helgina fór fram frumkvöðlakeppnin Gulleggið en markmið hennar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Aldrei hefur áhugi fyrir keppninni verið meiri en 530 frumkvöðlar sóttu um að taka þátt. Þeirra djörfu sála sem hyggjast gera alvöru úr hugmyndum sínum í kjölfar keppninnar bíður mikil vinna, áhyggjur og andvökunætur. Því fyrirtækjarekstur er í fæstum tilfellum dans á rósum. En fyrirtæki eru fjöregg atvinnulífsins. Þau skapa atvinnu og tekjur í ríkiskassann. Í stað þess að leggja stein í götu þeirra 530 frumkvöðla sem sóttu um í Gulleggið væri nær að auðvelda þeim lífið. Í stað þess að hækka lágmarkshlutafé einkahlutafélaga í 750.000 krónur ætti hreinlega að fara að fordæmi landa á borð við Bretland, Þýskaland, Frakkland, Írland og Bandaríkin og fella það niður. Og ekki nóg með það. Á Íslandi kostar 130.500 krónur að stofna og skrá einkahlutafélag. Það er 11% hærra en í Noregi, 785% hærra en í Danmörku, 380% hærra en í Bretlandi og 53% hærra en í Bandaríkjunum. Til að tryggja að það sé á allra færi að spreyta sig á fyrirtækjarekstri, til að hvetja til nýsköpunar frekar en að standa í vegi fyrir henni, ætti að lækka þennan kostnað eins mikið og auðið er. Það væri glapræði af Alþingi að samþykkja umræddar breytingar á hlutafélagalögum, hugsunarlaust og í blindni í þeim ys sem ríkir á þinginu á þessum síðustu starfsdögum þess. Og það ætti að svipta atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra nýsköpunarhluta titils síns fyrir það að leggja fram þessa illa ígrunduðu hugmynd sem er nýsköpun hreinlega skaðleg.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun