Fordómar orðanna Friðrika Benónýs skrifar 7. mars 2013 06:00 Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkynhneigð. „Er hann þá hommi og hún lesbía?" stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. Þessi hugsun kom mér satt að segja algjörlega í opna skjöldu. Hjónabönd samkynhneigðra hafa lengi verið sjálfsagður hlutur í mínu nærumhverfi, enda margir af mínum bestu vinum hommar og lesbíur. Það var því ekki hugtakið hjónaband samkynhneigðra sem ég hafði eitthvað við að athuga. Nei, það er orðið hjón sem hefur þessi áhrif. Svo rækilega er það innprentað að hjón séu karl og kona; þau hjónin, að þegar besta vinkona mín giftist ástkonu sinni töluðum við alltaf um „þær hjónurnar", ekki hjónin. Giftir hommar kallast þá væntanleg „þeir hjónarnir". „Þau hjónin" er enn einskorðað við hið hefðbundna gagnkynhneigða hjónaband. Tungumálið er ansi harður húsbóndi. Ákveðin orð hafa ákveðna merkingu og það er hægara sagt en gert að fá þau til að öðlast nýja vídd. Þótt samfélagið breytist og opnist fyrir nýjum hjónabandsformum harðneitar hugtakið hjón að taka þátt í þeirri breytingu. Þannig viðhelst sú hugsun að hjónaband konu og konu eða karls og karls sé ekki „alvöru" hjónaband og jafnvel þeir sem þykir ekkert sjálfsagðara en að samkynhneigðir fái rétt til skilnaðar – eins og stóð á einu kröfuspjaldinu í stuðningsgöngu við frumvarp um hjónabönd samkynhneigðra í Frakklandi – hnjóta um þennan tungumálsþröskuld hefðarinnar og draga ósjálfrátt kolranga ályktun. Ég hef yfirleitt ekki kippt mér upp við það að rótgróin orð þýði eitthvað annað en nútíminn krefst, enda óttalegur íhaldsseggur þegar kemur að tungumálinu. Hef til dæmis aldrei séð neitt athugavert við það að konur séu kallaðar ráðherra, forstjóri, kennari, rithöfundur og svo framvegis. Konur eru menn og það má í þeim skilningi heimfæra þessi orð upp á þær með góðum vilja, hef ég tuðað aftur og aftur. Tittlingaskítur og hártoganir að vera að amast við því og búa til orðskrípi á borð við ráðfrú og forstýra. Þessi óþægilega hugsun í gærmorgun fékk mig þó til að efast um að það sé eitthvert kappsmál að halda tungumálinu í föstum skorðum hefðarinnar. Orð sem kynda undir fordómum og fastmótuðum siðum ættu kannski bara að hverfa og önnur ný sem túlka þann veruleika sem við búum við í dag að taka við. Kannski væri það stærsta skrefið í jafnréttisátt að afnema kyn orðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkynhneigð. „Er hann þá hommi og hún lesbía?" stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. Þessi hugsun kom mér satt að segja algjörlega í opna skjöldu. Hjónabönd samkynhneigðra hafa lengi verið sjálfsagður hlutur í mínu nærumhverfi, enda margir af mínum bestu vinum hommar og lesbíur. Það var því ekki hugtakið hjónaband samkynhneigðra sem ég hafði eitthvað við að athuga. Nei, það er orðið hjón sem hefur þessi áhrif. Svo rækilega er það innprentað að hjón séu karl og kona; þau hjónin, að þegar besta vinkona mín giftist ástkonu sinni töluðum við alltaf um „þær hjónurnar", ekki hjónin. Giftir hommar kallast þá væntanleg „þeir hjónarnir". „Þau hjónin" er enn einskorðað við hið hefðbundna gagnkynhneigða hjónaband. Tungumálið er ansi harður húsbóndi. Ákveðin orð hafa ákveðna merkingu og það er hægara sagt en gert að fá þau til að öðlast nýja vídd. Þótt samfélagið breytist og opnist fyrir nýjum hjónabandsformum harðneitar hugtakið hjón að taka þátt í þeirri breytingu. Þannig viðhelst sú hugsun að hjónaband konu og konu eða karls og karls sé ekki „alvöru" hjónaband og jafnvel þeir sem þykir ekkert sjálfsagðara en að samkynhneigðir fái rétt til skilnaðar – eins og stóð á einu kröfuspjaldinu í stuðningsgöngu við frumvarp um hjónabönd samkynhneigðra í Frakklandi – hnjóta um þennan tungumálsþröskuld hefðarinnar og draga ósjálfrátt kolranga ályktun. Ég hef yfirleitt ekki kippt mér upp við það að rótgróin orð þýði eitthvað annað en nútíminn krefst, enda óttalegur íhaldsseggur þegar kemur að tungumálinu. Hef til dæmis aldrei séð neitt athugavert við það að konur séu kallaðar ráðherra, forstjóri, kennari, rithöfundur og svo framvegis. Konur eru menn og það má í þeim skilningi heimfæra þessi orð upp á þær með góðum vilja, hef ég tuðað aftur og aftur. Tittlingaskítur og hártoganir að vera að amast við því og búa til orðskrípi á borð við ráðfrú og forstýra. Þessi óþægilega hugsun í gærmorgun fékk mig þó til að efast um að það sé eitthvert kappsmál að halda tungumálinu í föstum skorðum hefðarinnar. Orð sem kynda undir fordómum og fastmótuðum siðum ættu kannski bara að hverfa og önnur ný sem túlka þann veruleika sem við búum við í dag að taka við. Kannski væri það stærsta skrefið í jafnréttisátt að afnema kyn orðanna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun