Prófsteinn lýðræðisins Jón Ormur Halldórsson skrifar 7. mars 2013 06:00 Þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri sagði útlendur stjórnmálarýnir á þá leið að það bæri vott um pólitískt heilbrigði á Íslandi að í miðju hruni kysu menn grínista frekar en rasista eða fasista. Okkur er ekki oft hælt fyrir pólitískan þroska af skiljanlegum ástæðum. En þarna var þó einhver innistæða, hvað sem mönnum kann að finnst um Jón. Hólið átti líka sitt alþjóðlega samhengi því einn meginótti manna við kreppuna á Vesturlöndum var sá að vaxandi andúð á flokkunum sem báru ábyrgð á henni myndi leiða til uppgangs öfgamanna. Kosningaúrslit hafa hins vegar fram undir þetta reynst lítið söguleg í flestum löndum.Einfaldar lausnir Nú aukast áhyggjur manna aftur. Þó ekki vegna þess að öfgaöflum sé að vaxa fylgi heldur vegna þess að þolinmæði kjósenda virðist á þrotum. Þeir virðast því ginnkeyptir fyrir gylliboðum og töfralausnum. Loforð Grillo á Ítalíu snerust ekki um ísbirni. Berlusconi sló líka í gegn með loforðum um endurgreiðslu á sköttum. Einfaldar lausnir eru í boði víða í Evrópu og njóta fylgis. Þær eru orðnar snar þáttur í vandanum og gætu framlengt kreppuna.Grunntónar Hávaðinn er mikill og ekki von á öðru. Sögurnar eru líka ólíkar, bankahrun og ónýtur gjaldmiðill á Íslandi, fasteignabólur á Spáni og Írlandi, spilling í Grikklandi og Ítalíu og magnað hatur á sköttum í Bandaríkjunum. Það er þó unnt að greina ákveðna grunntóna. Einn er sá að almenningur eigi ekki að borga skuldir samfélagsins. Og sums staðar að fólk í vanda eigi heldur ekki að borga eigin skuldir eða að þjóðir eigi ekki að greiða útlendum lánveitendum. Annar er að stjórnmálamenn séu stór hluti vandans og líka kerfið sem gat þá af sér.Vandi þótt sekt finnist Þessar skoðanir eiga sínar orsakir, flestar vel skiljanlegar og sumar ígrundaðar. Lýðræðið virðist hins vegar skorta styrk til að leysa úr þeim sérstaka vanda sem af þeim leiðir. Málið snýst öðrum þræði um blekkingar og hver beri ábyrgð á þeim. Að hinu leytinu snýst það hins vegar um alvarlegan vanda sem er til staðar hverjum sem hann er að kenna, vanda sem fer ekki í burtu þótt sökudólgur finnist.Ímyndað góðæri Góðæri Vesturlanda reyndist fengið að láni. Kakan stækkaði en þó hægar en algengt er að menn álíti. Hagvöxtur var til dæmis víðast á Vesturlöndum mun meiri bæði á sjötta og sjöunda áratugnum en á hinni nýgengnu og skammlífu gullöld sem drukknaði í hafsjó skulda fyrir nokkrum misserum. Þetta reyndist trix með einkavæddri margföldun á peningamagni, ekki gullöld.Laun í lágmarki Það sem skildi hina ímynduðu gullöld þó mest frá fyrri vaxtarskeiðum var að sneiðin sem almenningi var sniðin af kökunni fór hlutfallslega minnkandi. Þarna er ein meginrót vandans. Hlutfall launa af landsframleiðslu náði sögulegu lágmarki á Vesturlöndum en hlutfall hagnaðar að sama skapi nýju hámarki. Þetta jók auðvitað stórlega ójöfnuð í flestum samfélögum. Tilfinning manna og þjóða um ábyrgðarleysi á eigin skuldum á rætur í þessari þróun. Það var vitlaust gefið, segja menn.Slegið fyrir neyslu Lengi virtist þetta þó ekki koma að sök því að lánsfé var bæði auðfengið og ódýrt, einkum vegna uppgangs utan Vesturlanda. Neysluna var því hægt að auka, en út á krít. Þarna liggur önnur meginrót vandans. Vaxandi lántökur til húsnæðiskaupa mynduðu eignabólu sem fékk fólk til að trúa því að það væri að verða stórum ríkara en áður. Sem jók neysluna og skuldsetninguna enn frekar. Við vitum hvað gerðist næst.Blekkingin Kjarni málsins er sá að almenningur lét blekkjast. Menn geta deilt lengi um hverjum eigi helst að kenna um þetta, stjórnmálamönnum, bankamönnum eða almenningi sjálfum. Sú deila breytir ekki þeirri niðurstöðu að almenningur lét blekkjast og heldur ekki hinni, þeirri að við sitjum uppi með afleiðingar sem ekki er hægt að galdra í burtu. Menn héldu sig ríkari en þeir voru. Auðvitað ekki nálægt því allir en nógu margir. Hvert land fyrir sig á sér sína sögu og sínar skýringar og það er enginn vafi á því að sviksemi einstaklinga og gáleysi, fákunnátta og dramb einstakra stjórnmálamanna gerði sums staðar illt stórum verra. En mynstrið ætti að sjást af því að flest ríki Vesturlanda lentu í vanda af svipuðu tagi á sama tíma. Blekkingin var í grunninn alls staðar sú sama.Ræður lýðræðið við þetta? Nú stendur lýðræðið frammi fyrir þeim vanda að í stað þess að hægt sé að halda uppi fölskum lífskjörum þarf að greiða upp skuldir hinnar ímynduðu gullaldar. Hvernig sem menn snúa sér og hvort sem þeir hengja bakara eða smið þá er til staðar vandi sem mun valda venjulegu fólki um öll Vesturlönd verulegum óþægindum á næstu árum. Það þarf mikið þrek til að segja kjósendum erfiðar fréttir og það eru að vonum fáir sem í það leggja. En þar er prófsteinn lýðræðisins. Lýðræði snýst ekki um að allir fái það sem þeir vilja helst. Ábyrgð er ekki síður grunnur þess en sjálft valið á milli kosta, ímyndaðra eða raunverulegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri sagði útlendur stjórnmálarýnir á þá leið að það bæri vott um pólitískt heilbrigði á Íslandi að í miðju hruni kysu menn grínista frekar en rasista eða fasista. Okkur er ekki oft hælt fyrir pólitískan þroska af skiljanlegum ástæðum. En þarna var þó einhver innistæða, hvað sem mönnum kann að finnst um Jón. Hólið átti líka sitt alþjóðlega samhengi því einn meginótti manna við kreppuna á Vesturlöndum var sá að vaxandi andúð á flokkunum sem báru ábyrgð á henni myndi leiða til uppgangs öfgamanna. Kosningaúrslit hafa hins vegar fram undir þetta reynst lítið söguleg í flestum löndum.Einfaldar lausnir Nú aukast áhyggjur manna aftur. Þó ekki vegna þess að öfgaöflum sé að vaxa fylgi heldur vegna þess að þolinmæði kjósenda virðist á þrotum. Þeir virðast því ginnkeyptir fyrir gylliboðum og töfralausnum. Loforð Grillo á Ítalíu snerust ekki um ísbirni. Berlusconi sló líka í gegn með loforðum um endurgreiðslu á sköttum. Einfaldar lausnir eru í boði víða í Evrópu og njóta fylgis. Þær eru orðnar snar þáttur í vandanum og gætu framlengt kreppuna.Grunntónar Hávaðinn er mikill og ekki von á öðru. Sögurnar eru líka ólíkar, bankahrun og ónýtur gjaldmiðill á Íslandi, fasteignabólur á Spáni og Írlandi, spilling í Grikklandi og Ítalíu og magnað hatur á sköttum í Bandaríkjunum. Það er þó unnt að greina ákveðna grunntóna. Einn er sá að almenningur eigi ekki að borga skuldir samfélagsins. Og sums staðar að fólk í vanda eigi heldur ekki að borga eigin skuldir eða að þjóðir eigi ekki að greiða útlendum lánveitendum. Annar er að stjórnmálamenn séu stór hluti vandans og líka kerfið sem gat þá af sér.Vandi þótt sekt finnist Þessar skoðanir eiga sínar orsakir, flestar vel skiljanlegar og sumar ígrundaðar. Lýðræðið virðist hins vegar skorta styrk til að leysa úr þeim sérstaka vanda sem af þeim leiðir. Málið snýst öðrum þræði um blekkingar og hver beri ábyrgð á þeim. Að hinu leytinu snýst það hins vegar um alvarlegan vanda sem er til staðar hverjum sem hann er að kenna, vanda sem fer ekki í burtu þótt sökudólgur finnist.Ímyndað góðæri Góðæri Vesturlanda reyndist fengið að láni. Kakan stækkaði en þó hægar en algengt er að menn álíti. Hagvöxtur var til dæmis víðast á Vesturlöndum mun meiri bæði á sjötta og sjöunda áratugnum en á hinni nýgengnu og skammlífu gullöld sem drukknaði í hafsjó skulda fyrir nokkrum misserum. Þetta reyndist trix með einkavæddri margföldun á peningamagni, ekki gullöld.Laun í lágmarki Það sem skildi hina ímynduðu gullöld þó mest frá fyrri vaxtarskeiðum var að sneiðin sem almenningi var sniðin af kökunni fór hlutfallslega minnkandi. Þarna er ein meginrót vandans. Hlutfall launa af landsframleiðslu náði sögulegu lágmarki á Vesturlöndum en hlutfall hagnaðar að sama skapi nýju hámarki. Þetta jók auðvitað stórlega ójöfnuð í flestum samfélögum. Tilfinning manna og þjóða um ábyrgðarleysi á eigin skuldum á rætur í þessari þróun. Það var vitlaust gefið, segja menn.Slegið fyrir neyslu Lengi virtist þetta þó ekki koma að sök því að lánsfé var bæði auðfengið og ódýrt, einkum vegna uppgangs utan Vesturlanda. Neysluna var því hægt að auka, en út á krít. Þarna liggur önnur meginrót vandans. Vaxandi lántökur til húsnæðiskaupa mynduðu eignabólu sem fékk fólk til að trúa því að það væri að verða stórum ríkara en áður. Sem jók neysluna og skuldsetninguna enn frekar. Við vitum hvað gerðist næst.Blekkingin Kjarni málsins er sá að almenningur lét blekkjast. Menn geta deilt lengi um hverjum eigi helst að kenna um þetta, stjórnmálamönnum, bankamönnum eða almenningi sjálfum. Sú deila breytir ekki þeirri niðurstöðu að almenningur lét blekkjast og heldur ekki hinni, þeirri að við sitjum uppi með afleiðingar sem ekki er hægt að galdra í burtu. Menn héldu sig ríkari en þeir voru. Auðvitað ekki nálægt því allir en nógu margir. Hvert land fyrir sig á sér sína sögu og sínar skýringar og það er enginn vafi á því að sviksemi einstaklinga og gáleysi, fákunnátta og dramb einstakra stjórnmálamanna gerði sums staðar illt stórum verra. En mynstrið ætti að sjást af því að flest ríki Vesturlanda lentu í vanda af svipuðu tagi á sama tíma. Blekkingin var í grunninn alls staðar sú sama.Ræður lýðræðið við þetta? Nú stendur lýðræðið frammi fyrir þeim vanda að í stað þess að hægt sé að halda uppi fölskum lífskjörum þarf að greiða upp skuldir hinnar ímynduðu gullaldar. Hvernig sem menn snúa sér og hvort sem þeir hengja bakara eða smið þá er til staðar vandi sem mun valda venjulegu fólki um öll Vesturlönd verulegum óþægindum á næstu árum. Það þarf mikið þrek til að segja kjósendum erfiðar fréttir og það eru að vonum fáir sem í það leggja. En þar er prófsteinn lýðræðisins. Lýðræði snýst ekki um að allir fái það sem þeir vilja helst. Ábyrgð er ekki síður grunnur þess en sjálft valið á milli kosta, ímyndaðra eða raunverulegra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun