Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira