Kynlífið breytist eftir því sem aldurinn færist yfir Sigga Dögg skrifar 7. mars 2013 06:00 Sigga Dögg kynlífsfræðingur svarar spurningum lesenda. SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira
SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira