Er ósjálfrátt inni í stelpumálunum 1. mars 2013 11:00 Viktor Már Leifsson viðurkennir að það getur stundum verið skrýtið að vera eini strákurinn á Samtímadansbraut og segist ósjálfrátt vera inní öllum stelpumálunum. Hann mundi gjarna vilja fá fleiri stráka með sér í námið. Fréttablaðið/stefán Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira