Syngur um hvernig það er að vera kona Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2013 12:30 Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. nordicphotos/getty Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room. Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room.
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið